Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2024 08:15 Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar