Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:02 Þorsteinn Einarsson og Sigurður Guðmundsson meðlimir Hjálma hlakka til að stíga á svið á morgun. Guðmundur Kristinn Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. Hér má hlusta á lagið Vor sem kemur út á helstu streymisveitum á morgun. Texti er eftir Þorstein Einarsson: Klippa: Hjálmar - Vor Hjálmar fagna heilum tuttugu árum í bransanum og spila í tilefni af því á Airwaves á morgun, 7. nóvember, á Listasafni Reykjavíkur. Fyrr um daginn spila þeir á Grund. „Ég verð örugglega meira vakandi á Grund því hitt giggið er svo seint,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi, meðlimur Hjálma, kíminn. Í tilefni af þessum tímamótum verða kærkomnir endurfundir hjá Hjálmum og sænskum samstarfsfélögum þeirra. „Svíarnir ætla að koma aftur í heimsókn á Airwaves, þau Nisse, Maja og Mikael. Við unnum mikið með þeim að fyrstu lögunum okkar, Ég vil fá mér kærustu og fleiri góð. Við höfum ekki sést í einhver fimmtán ár og þetta verða kærkomnir endurfundir,“ segir Kiddi. Saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson spilar hér með Hjálmum í stúdíóinu.Guðmundur Kristinn Svíarnir hafa komið víða að í tónlistarheiminum. Nisse spilar til dæmis með heimsklassa tónlistarfólki á borð við Miike Snow, Lykke Li, Amason og Robyn. Mike hefur sömuleiðis unnið mikið með Lykke Li og Maja starfar sem prestur. Stund milli upptakna hjá Sigurði Guðmundssyni.Guðmundur Kristinn Meðlimir Hjálma hlakka mikið til að fagna afmælinu og flytja sín bestu lög. Þeir voru sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem má sjá hér: Tónlist Tónleikar á Íslandi Airwaves Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hér má hlusta á lagið Vor sem kemur út á helstu streymisveitum á morgun. Texti er eftir Þorstein Einarsson: Klippa: Hjálmar - Vor Hjálmar fagna heilum tuttugu árum í bransanum og spila í tilefni af því á Airwaves á morgun, 7. nóvember, á Listasafni Reykjavíkur. Fyrr um daginn spila þeir á Grund. „Ég verð örugglega meira vakandi á Grund því hitt giggið er svo seint,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi, meðlimur Hjálma, kíminn. Í tilefni af þessum tímamótum verða kærkomnir endurfundir hjá Hjálmum og sænskum samstarfsfélögum þeirra. „Svíarnir ætla að koma aftur í heimsókn á Airwaves, þau Nisse, Maja og Mikael. Við unnum mikið með þeim að fyrstu lögunum okkar, Ég vil fá mér kærustu og fleiri góð. Við höfum ekki sést í einhver fimmtán ár og þetta verða kærkomnir endurfundir,“ segir Kiddi. Saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson spilar hér með Hjálmum í stúdíóinu.Guðmundur Kristinn Svíarnir hafa komið víða að í tónlistarheiminum. Nisse spilar til dæmis með heimsklassa tónlistarfólki á borð við Miike Snow, Lykke Li, Amason og Robyn. Mike hefur sömuleiðis unnið mikið með Lykke Li og Maja starfar sem prestur. Stund milli upptakna hjá Sigurði Guðmundssyni.Guðmundur Kristinn Meðlimir Hjálma hlakka mikið til að fagna afmælinu og flytja sín bestu lög. Þeir voru sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem má sjá hér:
Tónlist Tónleikar á Íslandi Airwaves Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira