„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:12 Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan: Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan:
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira