Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2024 14:31 Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun