Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 15:49 Maðurinn miðaði haglabyssu á barnsmóður sína og sambýliskonu. Myndin er úr safni. Jose A. Bernat Bacete/Getty Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt sunnudags árið 2023 veist að sambýliskonu sinni og barnsmóður, tekið hana hálstaki, snúið upp á hægri handlegg hennar, slegið hana í andlitið, ógnað henni með haglabyssu og sparkað í vinstri fót hennar, og með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreifieymsli hægra megin á andliti, verki við hreyfingar á hægri olnboga og verki í vinstra læri/mjöðm. Fyrir sama atvik hafi hann verið ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri án þess að hafa tilskilið leyfi eða heimild. Veittist einnig að börnunum Hann hafi einnig verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa að kvöldi fimmtudags árið 2023 veist að dóttur sinni, ýtt á bringu hennar og með því ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og þreifieymsli við bringu. Þá hafi hann verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa að kvöldi sunnudags árið 2023 veist að konunni og börnum þeirra, sparkað í stól sem konan sat í svo hún datt aftur fyrir sig, tekið konuna og dótturina hálstaki, ýtt dótturinni svo hún féll við og ýtt syninum þannig að hann féll á gólfið, og með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð þeirra, með þeim afleiðingum að dóttirin hlaut eymsli í hálsi og sonurinn eymsli í baki. Neitaði henni um kynlíf og náði svo í byssuna Í dóminum segir að konan hafi borið í skýrslutöku hjá lögreglu að þau maðurinn hefðu verið komin inn í rúm, eftir að hafa eytt kvöldinu saman að horfa á sjónvarpsþætti og drukkið bjór. Hún hefði viljað stunda kynlíf en maðurinn ekki, hann hefði sagt að honum væri óglatt, en hún hefði vitað að honum væri ekkert óglatt. Hún hefði þá tekið sængina af honum og sína eigin sæng og hent þeim í hurðargatið. Hann hefði þá staðið upp, náð í kodda og sæng og lagst á sófann, en hún farið að pissa. Hún hefði svo komið til baka og ítrekað beiðnina um kynlíf en maðurinn hefði örugglega verið orðinn pirraður á henni, því hann hefði þá rokið upp, hent henni í rúmið og tekið hana hálstaki, framan frá með báðum höndum. Hún hefði sparkað í hann og hann þá sleppt hálsinum á henni en tekið í höndina á henni og snúið upp á handlegginn á henni, aftur fyrir bak. Hún hefði þá náð að losa sig og verið að standa upp þegar hann hefði slegið hana í kinnina. Kvaddi börnin með sjálfri sér Hún hefði þá hlaupið fram og hringt í 112. Þegar hún hefði snúið sér við hefði það fyrsta sem hún sá verið haglabyssa sem maðurinn hefði miðað á hana, en hann hefði staðið í dyrunum að svefnherberginu. Hún hafi sagst ekki hafa vitað hvort byssan væri hlaðin og hefði kvatt börnin sín með sjálfri sér. Hún hefði verið með lögregluna á línunni á meðan þetta átti sér stað. Maðurinn hefði svo tekið eldhússtól og farið fram í forstofu, hann hefði tekið af henni símann, talað við lögregluna, slökkt svo á símanum og hent honum út í glugga. Hún hefði þá tekið símann, hlaupið inn í svefnherbergi og hringt aftur í lögregluna. Hélt hníf við hálsinn á sér Maðurinn hefði þá komið inn með hníf, sem hann hefði haldið við hálsinn á sér og sagst ætla „bara að klára þetta“, en hún hefði sagt honum að drífa bara í því og loka hurðinni. Maðurinn hefði svo farið og sest á stólinn í forstofunni en hún hefði haft byssuna þá við hlið sér þar til lögreglan kom á staðinn. Aðspurð hafi hún sagt manninn hafa sparkað í löppina á henni, hún hefði meiðst á olnboga og henni væri illt bak við augað. Hún hafi sagst vera hrædd við manninn og þetta væri ekki i fyrsta sinn sem hann lemdi hana. Hún hafi nefnt að hún héldi að maðurinn myndi drepa hana á endanum. Hún hafi sagt börnin tvö vera í hættu þar sem maðurinn hefði áður tekið í hönd dóttur þeirra og hent henni yfir hálfan ganginn. Búa saman en eru ekki par Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök í öllum ákæruliðum fyrir utan þann sem sneri að vopnalagabrotinu. Með vísan til framburðar konunnar, barnanna og annarra vitna hafi verið talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að það sem einkum mætti telja manninum til málsbóta væri að hann væri með hreint sakavottorð og bættrar stöðu hans í dag og sambands hans við konuna og börnin. Þau hafi bæði sagst hafa gengist undir áfengismeðferð og að þau byggju saman en væru ekki par. Refsing hans væri hæfilega metin fangelsi í þrjá mánuði en að virtum atvikum málsins og þeim gögnum sem naut við varðandi stöðu ákærða í dag og sakaferils þætti dóminum rétt að skilorðsbinda refsinguna til þriggja ára. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, alls rúmlega 1,6 milljónir króna. Dómsmál Heimilisofbeldi Skotvopn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt sunnudags árið 2023 veist að sambýliskonu sinni og barnsmóður, tekið hana hálstaki, snúið upp á hægri handlegg hennar, slegið hana í andlitið, ógnað henni með haglabyssu og sparkað í vinstri fót hennar, og með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreifieymsli hægra megin á andliti, verki við hreyfingar á hægri olnboga og verki í vinstra læri/mjöðm. Fyrir sama atvik hafi hann verið ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri án þess að hafa tilskilið leyfi eða heimild. Veittist einnig að börnunum Hann hafi einnig verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa að kvöldi fimmtudags árið 2023 veist að dóttur sinni, ýtt á bringu hennar og með því ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og þreifieymsli við bringu. Þá hafi hann verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa að kvöldi sunnudags árið 2023 veist að konunni og börnum þeirra, sparkað í stól sem konan sat í svo hún datt aftur fyrir sig, tekið konuna og dótturina hálstaki, ýtt dótturinni svo hún féll við og ýtt syninum þannig að hann féll á gólfið, og með þessu ógnað lífi, heilsu og velferð þeirra, með þeim afleiðingum að dóttirin hlaut eymsli í hálsi og sonurinn eymsli í baki. Neitaði henni um kynlíf og náði svo í byssuna Í dóminum segir að konan hafi borið í skýrslutöku hjá lögreglu að þau maðurinn hefðu verið komin inn í rúm, eftir að hafa eytt kvöldinu saman að horfa á sjónvarpsþætti og drukkið bjór. Hún hefði viljað stunda kynlíf en maðurinn ekki, hann hefði sagt að honum væri óglatt, en hún hefði vitað að honum væri ekkert óglatt. Hún hefði þá tekið sængina af honum og sína eigin sæng og hent þeim í hurðargatið. Hann hefði þá staðið upp, náð í kodda og sæng og lagst á sófann, en hún farið að pissa. Hún hefði svo komið til baka og ítrekað beiðnina um kynlíf en maðurinn hefði örugglega verið orðinn pirraður á henni, því hann hefði þá rokið upp, hent henni í rúmið og tekið hana hálstaki, framan frá með báðum höndum. Hún hefði sparkað í hann og hann þá sleppt hálsinum á henni en tekið í höndina á henni og snúið upp á handlegginn á henni, aftur fyrir bak. Hún hefði þá náð að losa sig og verið að standa upp þegar hann hefði slegið hana í kinnina. Kvaddi börnin með sjálfri sér Hún hefði þá hlaupið fram og hringt í 112. Þegar hún hefði snúið sér við hefði það fyrsta sem hún sá verið haglabyssa sem maðurinn hefði miðað á hana, en hann hefði staðið í dyrunum að svefnherberginu. Hún hafi sagst ekki hafa vitað hvort byssan væri hlaðin og hefði kvatt börnin sín með sjálfri sér. Hún hefði verið með lögregluna á línunni á meðan þetta átti sér stað. Maðurinn hefði svo tekið eldhússtól og farið fram í forstofu, hann hefði tekið af henni símann, talað við lögregluna, slökkt svo á símanum og hent honum út í glugga. Hún hefði þá tekið símann, hlaupið inn í svefnherbergi og hringt aftur í lögregluna. Hélt hníf við hálsinn á sér Maðurinn hefði þá komið inn með hníf, sem hann hefði haldið við hálsinn á sér og sagst ætla „bara að klára þetta“, en hún hefði sagt honum að drífa bara í því og loka hurðinni. Maðurinn hefði svo farið og sest á stólinn í forstofunni en hún hefði haft byssuna þá við hlið sér þar til lögreglan kom á staðinn. Aðspurð hafi hún sagt manninn hafa sparkað í löppina á henni, hún hefði meiðst á olnboga og henni væri illt bak við augað. Hún hafi sagst vera hrædd við manninn og þetta væri ekki i fyrsta sinn sem hann lemdi hana. Hún hafi nefnt að hún héldi að maðurinn myndi drepa hana á endanum. Hún hafi sagt börnin tvö vera í hættu þar sem maðurinn hefði áður tekið í hönd dóttur þeirra og hent henni yfir hálfan ganginn. Búa saman en eru ekki par Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök í öllum ákæruliðum fyrir utan þann sem sneri að vopnalagabrotinu. Með vísan til framburðar konunnar, barnanna og annarra vitna hafi verið talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að það sem einkum mætti telja manninum til málsbóta væri að hann væri með hreint sakavottorð og bættrar stöðu hans í dag og sambands hans við konuna og börnin. Þau hafi bæði sagst hafa gengist undir áfengismeðferð og að þau byggju saman en væru ekki par. Refsing hans væri hæfilega metin fangelsi í þrjá mánuði en að virtum atvikum málsins og þeim gögnum sem naut við varðandi stöðu ákærða í dag og sakaferils þætti dóminum rétt að skilorðsbinda refsinguna til þriggja ára. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, alls rúmlega 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Heimilisofbeldi Skotvopn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira