Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:39 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku. Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Sjá meira
Meðalhiti síðustu tólf mánaða er frekar lágur og nær því sem hann var fyrir aldamót að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en hann fór yfir veðrið á árinu, síðustu daga og fram undan í Bítinu á Bylgjunni. Nánar hér á vef hans Blika.is. Hiti síðustu daga sé góður til að hífa upp meðaltalið en ekki óvenjulegur á þessum árstíma. Um 10 stiga hiti er í Reykjavík í dag og fór hiti upp í 15 stig á einhverjum veðurstöðvum fyrir norðan í nótt. Einar segir að miðað við tíðarfar síðustu 20 ár skeri þetta ár í augu. Það verði samt að hafa í huga að sveiflur í íslensku verðri séu algengar. Hann segir síðustu mánuði hafa veið tíðar norðanáttir og meiri útbreiðsla pólsjó fyrir norðan. Sjávarhiti hafi beint áhrif á lofthita. „Við vorum kannski að horfa á það fyrir nokkrum vikum að loftið væri upprunnið frá Austur-Grænlandi en nú er það upprunnið frá Marokkó,“ segir Einar. Loftið ferðist yfir Portúgal og svo yfir Atlantshafið. Hlýtt veður viðvarandi Einar segir að miðað við langtímaspá sé útlit fyrir áframhaldandi hæðarsvæði yfir Bretlandseyjum. Þessi hæð beini lofti til okkar úr suðri og í spám megi sjá að þetta verði viðvarandi fram á miðjan mánuð. Það verði ekki endilega svona heitt allan tímann en ólíklegt sé til dæmis að það fari að snjóa mikið. Hann segir að síðustu daga hafi svo verið miklar umræður meðal veðurfræðinga að um miðjan mánuð skapist aðstæður til að snúa þessu við. Það hrökkvi aftur í norðanátt. Það sé erfitt að spá svo langt en það verði áhugavert að fylgjast með þróuninni. Einar segir að þegar hann byrjaði fyrir 20 til 30 árum hafi menn ekki þorað að spá lengra fram en tvo til þrjá daga. Frá þeim tíma hafi orðið alger bylting í veðurspám. „Við erum komin ansi langt með að ná þokkalegri nákvæmni að jafnaði fyrir svona fimm til sjö daga spár,“ segir Einar en að hann leiki sér oft að því að spá lengra fram í tímann. Stundum sé mikil spágeta en aðra mikill óróleiki og óvissa. „Þegar hækkandi eða lækkandi sól er að umbreyta öllum veðurkerfunum,“ segir Einar og að þá sé erfiðast að spá til lengri tíma. Þriðjungslíkur á vondu veðri á kjördag Hvað varðar veður á kjördag í lok mánaðarins segir Einar að það séu þriðjungslíkur á því að ekkert verði að veðrinu en að veðrið hafi oft, síðustu 20 ára, verið slæmt á þessum degi eða dagana í kring. Einar ræddi einnig veðurofsa og þurrka erlendis. Sem dæmi hafi verið þurrkar í Suður-Ameríku lengi sem séu tengdir við loftslagsbreytingar. Það hafi áhrif á framboð raforku og Amazon-skóginn sjálfan. Rigningarnar á Spáni hafi verið skelfilegar og komið mönnum í opna skjöldu. Margir hafi ekki getað flúið veðrið en um 200 fórust í hamfaraflóðum í Valencia á Spáni í síðustu viku.
Veður Spánn Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Sjá meira