Veður

Dá­lítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður um eða undir frostmarki.
Hiti verður um eða undir frostmarki. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestanátt og skýjuðu veðri í dag. Það verður dálítil rigning eða slydda, einkum síðdegis, en lengst af þurrt sunnanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að á vestanverðu landinu geti rigning ofan á frosin jörð valdið fljúgandi hálku á stöku stað.

Hiti verður um eða undir frostmarki, en allt að fimm stigum vestast á landinu.

Á morgun verður suðlæg átt 3-8 m/s, en suðvestan 8-13 norðantil eftir hádegi. Skýjað, sums staðar dálítil riging eða slydda og hiti 1 til 6 stig vestanlands, en yfirleitt bjart með vægufrosti austantil.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðlæg átt 3-8 m/s, en suðvestan 8-15 norðantil síðdegis. Skýjað á vesturhelmingi landins, sums staðar smásúld og hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt bjart og vægt frost austanlands.

Á laugardag: Minnkandi vestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Skýjað að mestu og lengst af þurrt um landið vestan- og norðanvert. Bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig, en um eða undir frostmarki austantil. Frystir víða um kvöldið.

Á sunnudag og mánudag: Breytileg átt 3-8 og dálítil rigning, slydda eða snjókoma, en yfirleitt úrkomulaust á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki, en frost að 10 stigum í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á þriðjudag: Norðlæg átt og kólnandi veður. Él norðan- og norðaustanlands, en þurrt sunnan- og vestantil.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað og lengst af þurrt, en yfirleitt bjart sunnan- og austanlands. Talsvert frost austantil, en nálægt frostmarki vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×