Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 4. nóvember 2024 07:02 Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun