Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Arnar Skúli Atlason skrifar 3. nóvember 2024 18:31 Stjörnumenn höfðu unnið fyrstu fimm leiki sína, einir liða. Vísir/Jón Gautur Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni í æsispennandi og frábærum leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 92-87. Stólarnir urðu þar með fyrstir manna til þess að leggja Stjörnuna að velli á leiktíðinni, en Stjörnumenn höfðu unnið fyrstu fimm leiki sína í deildinni. Liðin tvö eru nú nöfn að stigum á toppi Bónus-deildarinnar, en önnur lið í deildinni eiga leik til góða þar sem þessum leik var flýtt vegna anna hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Tindastóls, með kvennalandsliðinu. Tölfræðin í kvöld: Tindastóll: Adomas Drungilas 25/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Sigtryggur Arnar Björnsson 14, Giannis Agravanis 12/9 fráköst, Davis Geks 12, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Ragnar Ágústsson 0, Axel Arnarsson 0, Jónas Atli Eyþórsson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0. Stjarnan: Orri Gunnarsson 18/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jase Febres 17/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15, Shaquille Rombley 8/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 0, Viktor Jónas Lúðvíksson 0, Kristján Fannar Ingólfsson 0. Leikurinn hóst af gríðarlegum krafti og mikil gæði í báðum liðum og augljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt í kvöld. Tindastóll byrjaði betur í leiknum og komst 8 stigum yfir um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tók Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé og Stjarnan minnkaði muninn strax. Ægir Þór Steinarsson skoraði af vild fyrir Stjörnuna en Pétur Rúnar Birgisson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum og áttu Stjörnumenn erfitt með að hemja hann. Tindastóll skrefi á undan í fyrsta leikhluta og leiddi að honum loknum með 5 stigum en staðan var 28-23. Geks lauk fyrri hálfleik á þristi Svipað var upp á teningnum í 2. leikhluta, þrátt fyrir að Stjarnan hafi byrjað 2. leikhlutann betur voru Stólarnir skrefinu á undan. Ægir hélt áfram að skora af vild og spila öfluga vörn á sóknarmenn Tindastóls en hann fékk hjálp frá Orra Gunnarsyni sem var einnig að eiga góðan leik sóknarlega. Tindastólsmegin héldu engin bönd Adomas Drungilas og gestirnir áttu erfitt með að stoppa hann en hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Tindastóll átti seinasta högg fyrri hálfleiksins þegar Davis Geks setti galopið þriggja stiga skot niður og Tindastóll leiddi í hálfleik 55-45. Jafnt þegar mínúta var eftir Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu 11 stig fjórðungsins og komust yfir og Tindastóls mönnum virtist brugðið. Hilmar Smári Henningsson var öflugur í liði Stjörnunnar á þessum kafla en það bar ekki mikið á honum í fyrri hálfleik. Tindastóll svaraði áhlaupi Stjörnunnar og leikurinn var í járnum út fjórðunginn og fyrir seinasta leikhlutann munaði einu stigi á liðunum en Tindastóll leiddi 74-73. Tindastóll tók aftur frumkvæðið í 4. leikhluta en Stjörnustrákarnir voru ekki langt undan og munurinn hélst lítill allan fjórðunginn. Stjarnan jafnaði leikinn 87-87 þegar um mínúta var eftir af leiknum. Þá stigu Davis Geks og Adomas Drungilas upp í liðið Tindastóls og skoruðu sitthvora körfuna og kláraðu þetta fyrir Tindastól, Stjarnan reyndi eins og þeir gátu að koma tilbaka og fengu tilraunir til þess en skotin frá Orra og Hilmari fóru í súginn og þar við sat, Tindastóll vann flottan 5 stiga sigur 92-87 í leik sem hefði getað dottið báðum megin. Atvikið Tindastóll kláraði leikinn þegar Davis Geks tekur þriggja stiga skot og Adomas Drungilas rífur niður 2 sóknarfráköst áður en hann skilar boltanum ofaní körfuna og kláraði leikinn fyrir Tindastól. Stjörnur Bæði lið voru stútfull af gæða leikmönnum í kvöld. Tindastóls strákarnir sem skinu skærast voru Dedrick Deon Basile sem var að finna samherja sína mjög vel og skoraði þegar vantaði og Adomas Drungilas sem skoraði af vild og héldu honum enginn bönd aðrir leikmenn sem spiluðu voru mjög góðir og skiluðu góðu dagsverki. Hjá Stjörnunni fór mest fyrir Ægi Þór Steinarssyni og Orra Gunnarssyni á báðum endum vallarins, Hilmar Smári og Jase Febres skoruðu sín stig í pökkum en heilt yfir var góð heildar frammistaða hjá Stjörnunni. Skúrkar Það var ekki hægt að segja að neinn hafi verið yfirburðar slakur í kvöld, mjög hátt level á körfubolta í kvöld og örugglega tvö bestu liðin í deildinni að mætast. Stemning og umgjörð Það var úrslitakeppnisstemning í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, fulllestaðir pallar og ekkert hægt að kvarta yfir neinu. Dómarar [8] Sigmundur Már Herbertsson og hans menn stóðu vaktina vel og var þetta besta lína sem hefur verið í vetur á Sauðárkróki. Baldur: Jöfnuðum ekki orkustig þeirra í fyrri hálfleik Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar var ekki ánægður með að hafa tapað á Sauðárkróki í kvöld. „Bara súr að tapa, leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það eru fyrstu viðbrögð.“ Stjarnan var að elta mikið í leiknum og voru undir með 10 stigum í hálfleik en komu með kraft og dugnað inn í seinni hálfleikinn. „Ég held að þetta sé þetta týpiska orkustig, við vorum að ekki að matcha það í fyrri hálfleik, þú verður að matcha orkustigið hér með fullt hús og alla að öskra áfram Tindastóll. Við vorum ákveðnari í seinni hálfleik og sóttum beinskeittari á körfuna, enginn sérfræði sem ég gerði, barði mönnum í brjóst og menn stigu framar í aggression.“ Það var hátt getustig í leiknum í kvöld og gæða körfubolti spilaður en Baldur var ekki sáttur því að leikurinn tapaðist. „Ég vil vinna leiki, ég er aldrei sáttur ef ég tapa. Það var eitthvað gott og eitthvað ekki gott“ Benedikt: Menn með dólg en höndla áhlaup Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur eftir að lið hans lagði topplið Stjörnunnar í leik liðanna í Síkinu í kvöld. „Bara 2 stig, ánægður með margt, ánægður með viðhorfið og hvernig við nálgumst þennan leik, bara dugnaðinn og attitude sem ég var að kalla eftir í upphafi tímabils, þannig ég er virkilega ánægður.“ Þetta var jafn leikur og það var lítið sem skildi á milli í dag en það var Tindastóll sem kláraði þetta. „Þeir telja sig hafa gert einhver mistök hér og þar og við líka, við leiddum þennan leik allan tímann. Ánægður með að þeir komast yfir en við svörum því áhlaupi og svo náum við aftur forskoti og þeir ná öðru áhlaupi aftur í lokin en við höldum haus, ég er virkilega ánægður með það, það er svona erfiðast í þessu að framkvæma og stíga upp þegar allt er undir.“ Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn töluvert betur en Tindastóll en Benedikt var gríðarlega ánægður hvernig sitt lið brást við. „Þess vegna er ég svona ánægður með attitudeið og menn eru með dólg en höndla áhlaup allavega undanfarið mjög vel. Sama og á móti Grindavík. Þetta er það sem við höfum verið að vinna í en þetta er bara rétt að byrja, maður vill sjá liðið sitt alltaf með temmilegan dólg og agressive baráttu.“ Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti
Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni í æsispennandi og frábærum leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 92-87. Stólarnir urðu þar með fyrstir manna til þess að leggja Stjörnuna að velli á leiktíðinni, en Stjörnumenn höfðu unnið fyrstu fimm leiki sína í deildinni. Liðin tvö eru nú nöfn að stigum á toppi Bónus-deildarinnar, en önnur lið í deildinni eiga leik til góða þar sem þessum leik var flýtt vegna anna hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Tindastóls, með kvennalandsliðinu. Tölfræðin í kvöld: Tindastóll: Adomas Drungilas 25/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Sigtryggur Arnar Björnsson 14, Giannis Agravanis 12/9 fráköst, Davis Geks 12, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Ragnar Ágústsson 0, Axel Arnarsson 0, Jónas Atli Eyþórsson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0. Stjarnan: Orri Gunnarsson 18/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jase Febres 17/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15, Shaquille Rombley 8/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 0, Viktor Jónas Lúðvíksson 0, Kristján Fannar Ingólfsson 0. Leikurinn hóst af gríðarlegum krafti og mikil gæði í báðum liðum og augljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt í kvöld. Tindastóll byrjaði betur í leiknum og komst 8 stigum yfir um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tók Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé og Stjarnan minnkaði muninn strax. Ægir Þór Steinarsson skoraði af vild fyrir Stjörnuna en Pétur Rúnar Birgisson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum og áttu Stjörnumenn erfitt með að hemja hann. Tindastóll skrefi á undan í fyrsta leikhluta og leiddi að honum loknum með 5 stigum en staðan var 28-23. Geks lauk fyrri hálfleik á þristi Svipað var upp á teningnum í 2. leikhluta, þrátt fyrir að Stjarnan hafi byrjað 2. leikhlutann betur voru Stólarnir skrefinu á undan. Ægir hélt áfram að skora af vild og spila öfluga vörn á sóknarmenn Tindastóls en hann fékk hjálp frá Orra Gunnarsyni sem var einnig að eiga góðan leik sóknarlega. Tindastólsmegin héldu engin bönd Adomas Drungilas og gestirnir áttu erfitt með að stoppa hann en hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Tindastóll átti seinasta högg fyrri hálfleiksins þegar Davis Geks setti galopið þriggja stiga skot niður og Tindastóll leiddi í hálfleik 55-45. Jafnt þegar mínúta var eftir Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu 11 stig fjórðungsins og komust yfir og Tindastóls mönnum virtist brugðið. Hilmar Smári Henningsson var öflugur í liði Stjörnunnar á þessum kafla en það bar ekki mikið á honum í fyrri hálfleik. Tindastóll svaraði áhlaupi Stjörnunnar og leikurinn var í járnum út fjórðunginn og fyrir seinasta leikhlutann munaði einu stigi á liðunum en Tindastóll leiddi 74-73. Tindastóll tók aftur frumkvæðið í 4. leikhluta en Stjörnustrákarnir voru ekki langt undan og munurinn hélst lítill allan fjórðunginn. Stjarnan jafnaði leikinn 87-87 þegar um mínúta var eftir af leiknum. Þá stigu Davis Geks og Adomas Drungilas upp í liðið Tindastóls og skoruðu sitthvora körfuna og kláraðu þetta fyrir Tindastól, Stjarnan reyndi eins og þeir gátu að koma tilbaka og fengu tilraunir til þess en skotin frá Orra og Hilmari fóru í súginn og þar við sat, Tindastóll vann flottan 5 stiga sigur 92-87 í leik sem hefði getað dottið báðum megin. Atvikið Tindastóll kláraði leikinn þegar Davis Geks tekur þriggja stiga skot og Adomas Drungilas rífur niður 2 sóknarfráköst áður en hann skilar boltanum ofaní körfuna og kláraði leikinn fyrir Tindastól. Stjörnur Bæði lið voru stútfull af gæða leikmönnum í kvöld. Tindastóls strákarnir sem skinu skærast voru Dedrick Deon Basile sem var að finna samherja sína mjög vel og skoraði þegar vantaði og Adomas Drungilas sem skoraði af vild og héldu honum enginn bönd aðrir leikmenn sem spiluðu voru mjög góðir og skiluðu góðu dagsverki. Hjá Stjörnunni fór mest fyrir Ægi Þór Steinarssyni og Orra Gunnarssyni á báðum endum vallarins, Hilmar Smári og Jase Febres skoruðu sín stig í pökkum en heilt yfir var góð heildar frammistaða hjá Stjörnunni. Skúrkar Það var ekki hægt að segja að neinn hafi verið yfirburðar slakur í kvöld, mjög hátt level á körfubolta í kvöld og örugglega tvö bestu liðin í deildinni að mætast. Stemning og umgjörð Það var úrslitakeppnisstemning í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, fulllestaðir pallar og ekkert hægt að kvarta yfir neinu. Dómarar [8] Sigmundur Már Herbertsson og hans menn stóðu vaktina vel og var þetta besta lína sem hefur verið í vetur á Sauðárkróki. Baldur: Jöfnuðum ekki orkustig þeirra í fyrri hálfleik Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar var ekki ánægður með að hafa tapað á Sauðárkróki í kvöld. „Bara súr að tapa, leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það eru fyrstu viðbrögð.“ Stjarnan var að elta mikið í leiknum og voru undir með 10 stigum í hálfleik en komu með kraft og dugnað inn í seinni hálfleikinn. „Ég held að þetta sé þetta týpiska orkustig, við vorum að ekki að matcha það í fyrri hálfleik, þú verður að matcha orkustigið hér með fullt hús og alla að öskra áfram Tindastóll. Við vorum ákveðnari í seinni hálfleik og sóttum beinskeittari á körfuna, enginn sérfræði sem ég gerði, barði mönnum í brjóst og menn stigu framar í aggression.“ Það var hátt getustig í leiknum í kvöld og gæða körfubolti spilaður en Baldur var ekki sáttur því að leikurinn tapaðist. „Ég vil vinna leiki, ég er aldrei sáttur ef ég tapa. Það var eitthvað gott og eitthvað ekki gott“ Benedikt: Menn með dólg en höndla áhlaup Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur eftir að lið hans lagði topplið Stjörnunnar í leik liðanna í Síkinu í kvöld. „Bara 2 stig, ánægður með margt, ánægður með viðhorfið og hvernig við nálgumst þennan leik, bara dugnaðinn og attitude sem ég var að kalla eftir í upphafi tímabils, þannig ég er virkilega ánægður.“ Þetta var jafn leikur og það var lítið sem skildi á milli í dag en það var Tindastóll sem kláraði þetta. „Þeir telja sig hafa gert einhver mistök hér og þar og við líka, við leiddum þennan leik allan tímann. Ánægður með að þeir komast yfir en við svörum því áhlaupi og svo náum við aftur forskoti og þeir ná öðru áhlaupi aftur í lokin en við höldum haus, ég er virkilega ánægður með það, það er svona erfiðast í þessu að framkvæma og stíga upp þegar allt er undir.“ Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn töluvert betur en Tindastóll en Benedikt var gríðarlega ánægður hvernig sitt lið brást við. „Þess vegna er ég svona ánægður með attitudeið og menn eru með dólg en höndla áhlaup allavega undanfarið mjög vel. Sama og á móti Grindavík. Þetta er það sem við höfum verið að vinna í en þetta er bara rétt að byrja, maður vill sjá liðið sitt alltaf með temmilegan dólg og agressive baráttu.“
Tölfræðin í kvöld: Tindastóll: Adomas Drungilas 25/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Sigtryggur Arnar Björnsson 14, Giannis Agravanis 12/9 fráköst, Davis Geks 12, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Ragnar Ágústsson 0, Axel Arnarsson 0, Jónas Atli Eyþórsson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0. Stjarnan: Orri Gunnarsson 18/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jase Febres 17/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15, Shaquille Rombley 8/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 0, Viktor Jónas Lúðvíksson 0, Kristján Fannar Ingólfsson 0.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti