Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 31. október 2024 15:02 Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun