„Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 14:50 Kristrún Frostadóttir er gestur Heimis Más Péturssonar í Samtalinu. Hún ræddi umtöluðu einkaskilaboð sem hafa ratað í fjölmiðla. vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist vera búin að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á einkaskilaboðum til íbúa í Grafarvogi sem komust í dreifingu. Dagur var kallaður aukaleikari í skilaboðunum og ekki ráðherraefni. Kristrún er gestur Heimis Más Pétussonar í Samtalinu sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:10 í opinni dagskrá. Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og hefur faðir Dags meðal annars látið í ljós óánægju sína. „Mér finnst allt í lagi að það komi fram að ég skil alveg að pabbi hans hafi orðið reiður. Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður ef hann hefði lesið svona skilaboð,“ segir Kristrún. Dagur hefur sjálfur sagt að honum hafi brugðið við að heyra af skilboðunum. Málið sé þó gleymt og grafið eftir samtal við Kristrúnu. „Auðvitað var þetta ekkert skynsamlegt. Mér varð fótaskortur og mér varð á í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Aldrei hafi staðið til að láta Dag líta illa út með skilaboðunum. Álagið í kosningabaráttunni sé mikið og í þessu tilfelli hefði verið betra „að anda aðeins ofan í poka áður en þú ýtir á send“. Henni hafi orðið á í messunni. Samtalið í heild sinni: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kristrún er gestur Heimis Más Pétussonar í Samtalinu sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:10 í opinni dagskrá. Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og hefur faðir Dags meðal annars látið í ljós óánægju sína. „Mér finnst allt í lagi að það komi fram að ég skil alveg að pabbi hans hafi orðið reiður. Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður ef hann hefði lesið svona skilaboð,“ segir Kristrún. Dagur hefur sjálfur sagt að honum hafi brugðið við að heyra af skilboðunum. Málið sé þó gleymt og grafið eftir samtal við Kristrúnu. „Auðvitað var þetta ekkert skynsamlegt. Mér varð fótaskortur og mér varð á í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Aldrei hafi staðið til að láta Dag líta illa út með skilaboðunum. Álagið í kosningabaráttunni sé mikið og í þessu tilfelli hefði verið betra „að anda aðeins ofan í poka áður en þú ýtir á send“. Henni hafi orðið á í messunni. Samtalið í heild sinni:
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira