Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 06:31 Bærinn Paiporta varð einna verst úti í flóðunum. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, mun í dag heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum. Vísir/EPA Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri. Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri.
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira