Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 14:51 Eldri maður heldur á georgíska fánanum og fána Evrópusambandsins á mótmælum stjórnarandstöðunnar gegn kosningaúrslitunum í Tblisi á mánudag, 28. október 2024. Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan þinghúsið. AP/Zurab Tsertsvadze Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi. Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi.
Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03