Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar 30. október 2024 13:00 Öll höfum við persónulega reynslu af heilbrigðiskerfinu og við viljum að það virki vel þegar við þurfum á að halda, það veitir okkur öryggi. Í góðri heilbrigðisþjónustu felast mikil lífsgæði fyrir okkur öll, það vita landsmenn en80% þeirra meta heilsu sem það mikilvægasta þegar kemur að eigin lífsgæðum. Íslenskt heilbrigðiskerfi er í grunninn gott, þökk sé framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Þrátt fyrir það er margt sem betur má fara, þar er innviðaskuld líkt og víðar í samfélaginu. Því lengur sem dregst að bæta úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Samfylkingin er tilbúin með plan til að rjúfa vítahringinn, fái flokkurinn til þess brautargengi í kosningum, sjá Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Örugg skref Áætlunin var samin í samvinnu við almenning og fagfólk, það er mikill styrkur. Hún er ekki tæmandi en áhersla er lögð á að styrkja grunnþjónustu svo sérhæfðari þjónusta geti starfað betur. Það eru engar töfralausnir og ekki ætlunin að umturna neinu heldur hafa skarpan fókus og vinna sig áfram, skref fyrir skref, í gegnum það sem gera þarf. Hið fyrsta er að fólk fái fastan heimilislækni/-teymi. Rannsóknir sýna að það bætir lífsgæði og árangur þjónustu að notendur hennar hafi fastan tengilið í heilbrigðiskerfinu. Heimilislæknar eru allt of fáir og ljóst að bæta þarf úr; fjölga þarf læknum og nýta betur krafta annarra starfsstétta, t.d. hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningafólks. Bæta þarf starfsaðstæður, efla menntun og auka fjarþjónustu og aðrar tæknilausnir. Í öðru lagi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins að efla og samhæfa þjónustu við eldra fólk. Skortur á viðeigandi úrræðum fyrir þennan hóp leiðir t.d. til þess að eldra fólk er inniliggjandi á spítala mun lengur en nauðsynlegt er. Það er slæmt fyrir gæði þjónustu og lífsgæða þeim til handa, sóun á almannafé og hindrar sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu. Þar myndast líka flöskuháls í kerfinu en skortur á hjúkrunarrýmum er einn stærsti hnúturinn auk þess sem efla þarf hvers kyns heimaþjónustu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í heilsueflingu eldri borgara til að tryggja lífsgæði og lengri sjálfstæða búsetu. Í þriðja lagi þarf að tryggja aðgengi að þjónustu um allt land en þar hallar verulega á landsbyggðina. Fyrir utan aukið aðgengi að heimilislæknum þarf að skoða hvort sérfræðingar geti ekki heimsótt landsbyggðina í ríkari mæli og styrkja þarf sjúkraflutninga. Auk þess þarf að efla fjarþjónustu og -ráðgjöf. Þá er réttlætismál að uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera. Hið fjórða er að bæta starfsaðstæður almennt; hvers kyns stoðþjónustu og rafræn kerfi, þannig að starfsfólk fái meiri tíma með sjúklingnum. Þar undir eru einnig ýmis viðvik eins og að minnka vottorðagerð. Fjármögnun og skipulag Loks er í fimmta lagi fjallað um skipulag og fjármögnun. Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi, ekki er ætlunin að breyta því, þótt grunnurinn eigi ávallt að vera sterkt opinbert kerfi. Útvistun þjónustu skal ætíð gerð út frá hagsmunum almennings og þess vandlega gætt að veikja ekki opinbera þjónustu. Ísland ver minni fjármunum til heilbrigðis- og öldrunarmála en nágrannalöndin, nú um 7,6% af landsframleiðslu ef bygging nýs Landspítala er frá talin. Samfylking vill auka þar við í skrefum, þannig að á tveimur kjörtímabilum hækki framlögin um 1-1,5% af landsframleiðslu á ársgrundvelli, ef við sem þjóð ákveðum að sameinast um það. Samfylkingin hefur áætlun um hvernig það verði gerlegt. Áskoranir í heilbrigðisþjónustu Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir miklum áskorunum: eftirspurn og kostnaður vext í takti við aukningu langvinnra sjúkdóma eins og geðsjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki, offitu og heilabilunar sem og öldrun þjóðar. Samhliða skortir starfsfólk. Þá eru tvær risavaxnar áskoranir framundan: sýklalyfjaónæmi og áhrif loftslagsbreytinga á heilsu. Heilbrigðiskerfið er því að óbreyttu ekki sjálfbært og við verðum að nálgast það með nýjum hætti. Við getum ekki leyft okkur að gera bara meira af því sama. Leiðin áfram Við verðum að nýta heilbrigðiskerfið með sem skilvirkustum hætti og hámarka þá heilsu sem við fáum fyrir peningana. Þar gildir að meðferð fari fram á réttu þjónustustigi, að þjónustan sé samhæfð og verið sé að gera réttu hlutina, hvorki að of- eða vannota úrræði og meðferð. Stöðugt þarf að huga að umbótum og líta heildstætt á heilbrigðiskerfið frekar en að verja peningum í að leysa stök verkefni sem getur aukið á kostnað annars staðar í kerfinu á meðan grunnvandinn er óleystur. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu, með heilsueflingu og forvörnum, og seinka þannig eða minnka þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gerum við annars vegar með því að fara í grunninn og huga að áhrifaþáttum heilsu eins og hreyfingu, næringu, svefni, geðrækt og lágmörkun neyslu áfengis og tóbaks sem allt eru sameiginlegir áhættuþættir þeirra sjúkdóma sem nefndir eru ofan. Hins vegar með því að horfa til framtíðar og nýta nýja þekkingu eins og atferlisfræði sem og tækninýjungar eins gervigreind og erfðaupplýsingar. Þá þarf að efla heilsulæsi og tengja betur forvarnir, heilsueflingu og heilbrigðisþjónustu. Kæru kjósendur. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Það er kominn tími til að hætta að líta á heilbrigðisþjónustu sem peningahít þegar hún er ein af undirstöðum velferðar okkar og hagsældar. Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Höldum því þannig. Höfundur er landlæknir sem skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við persónulega reynslu af heilbrigðiskerfinu og við viljum að það virki vel þegar við þurfum á að halda, það veitir okkur öryggi. Í góðri heilbrigðisþjónustu felast mikil lífsgæði fyrir okkur öll, það vita landsmenn en80% þeirra meta heilsu sem það mikilvægasta þegar kemur að eigin lífsgæðum. Íslenskt heilbrigðiskerfi er í grunninn gott, þökk sé framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Þrátt fyrir það er margt sem betur má fara, þar er innviðaskuld líkt og víðar í samfélaginu. Því lengur sem dregst að bæta úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Samfylkingin er tilbúin með plan til að rjúfa vítahringinn, fái flokkurinn til þess brautargengi í kosningum, sjá Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Örugg skref Áætlunin var samin í samvinnu við almenning og fagfólk, það er mikill styrkur. Hún er ekki tæmandi en áhersla er lögð á að styrkja grunnþjónustu svo sérhæfðari þjónusta geti starfað betur. Það eru engar töfralausnir og ekki ætlunin að umturna neinu heldur hafa skarpan fókus og vinna sig áfram, skref fyrir skref, í gegnum það sem gera þarf. Hið fyrsta er að fólk fái fastan heimilislækni/-teymi. Rannsóknir sýna að það bætir lífsgæði og árangur þjónustu að notendur hennar hafi fastan tengilið í heilbrigðiskerfinu. Heimilislæknar eru allt of fáir og ljóst að bæta þarf úr; fjölga þarf læknum og nýta betur krafta annarra starfsstétta, t.d. hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningafólks. Bæta þarf starfsaðstæður, efla menntun og auka fjarþjónustu og aðrar tæknilausnir. Í öðru lagi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins að efla og samhæfa þjónustu við eldra fólk. Skortur á viðeigandi úrræðum fyrir þennan hóp leiðir t.d. til þess að eldra fólk er inniliggjandi á spítala mun lengur en nauðsynlegt er. Það er slæmt fyrir gæði þjónustu og lífsgæða þeim til handa, sóun á almannafé og hindrar sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu. Þar myndast líka flöskuháls í kerfinu en skortur á hjúkrunarrýmum er einn stærsti hnúturinn auk þess sem efla þarf hvers kyns heimaþjónustu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í heilsueflingu eldri borgara til að tryggja lífsgæði og lengri sjálfstæða búsetu. Í þriðja lagi þarf að tryggja aðgengi að þjónustu um allt land en þar hallar verulega á landsbyggðina. Fyrir utan aukið aðgengi að heimilislæknum þarf að skoða hvort sérfræðingar geti ekki heimsótt landsbyggðina í ríkari mæli og styrkja þarf sjúkraflutninga. Auk þess þarf að efla fjarþjónustu og -ráðgjöf. Þá er réttlætismál að uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera. Hið fjórða er að bæta starfsaðstæður almennt; hvers kyns stoðþjónustu og rafræn kerfi, þannig að starfsfólk fái meiri tíma með sjúklingnum. Þar undir eru einnig ýmis viðvik eins og að minnka vottorðagerð. Fjármögnun og skipulag Loks er í fimmta lagi fjallað um skipulag og fjármögnun. Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi, ekki er ætlunin að breyta því, þótt grunnurinn eigi ávallt að vera sterkt opinbert kerfi. Útvistun þjónustu skal ætíð gerð út frá hagsmunum almennings og þess vandlega gætt að veikja ekki opinbera þjónustu. Ísland ver minni fjármunum til heilbrigðis- og öldrunarmála en nágrannalöndin, nú um 7,6% af landsframleiðslu ef bygging nýs Landspítala er frá talin. Samfylking vill auka þar við í skrefum, þannig að á tveimur kjörtímabilum hækki framlögin um 1-1,5% af landsframleiðslu á ársgrundvelli, ef við sem þjóð ákveðum að sameinast um það. Samfylkingin hefur áætlun um hvernig það verði gerlegt. Áskoranir í heilbrigðisþjónustu Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir miklum áskorunum: eftirspurn og kostnaður vext í takti við aukningu langvinnra sjúkdóma eins og geðsjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki, offitu og heilabilunar sem og öldrun þjóðar. Samhliða skortir starfsfólk. Þá eru tvær risavaxnar áskoranir framundan: sýklalyfjaónæmi og áhrif loftslagsbreytinga á heilsu. Heilbrigðiskerfið er því að óbreyttu ekki sjálfbært og við verðum að nálgast það með nýjum hætti. Við getum ekki leyft okkur að gera bara meira af því sama. Leiðin áfram Við verðum að nýta heilbrigðiskerfið með sem skilvirkustum hætti og hámarka þá heilsu sem við fáum fyrir peningana. Þar gildir að meðferð fari fram á réttu þjónustustigi, að þjónustan sé samhæfð og verið sé að gera réttu hlutina, hvorki að of- eða vannota úrræði og meðferð. Stöðugt þarf að huga að umbótum og líta heildstætt á heilbrigðiskerfið frekar en að verja peningum í að leysa stök verkefni sem getur aukið á kostnað annars staðar í kerfinu á meðan grunnvandinn er óleystur. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu, með heilsueflingu og forvörnum, og seinka þannig eða minnka þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gerum við annars vegar með því að fara í grunninn og huga að áhrifaþáttum heilsu eins og hreyfingu, næringu, svefni, geðrækt og lágmörkun neyslu áfengis og tóbaks sem allt eru sameiginlegir áhættuþættir þeirra sjúkdóma sem nefndir eru ofan. Hins vegar með því að horfa til framtíðar og nýta nýja þekkingu eins og atferlisfræði sem og tækninýjungar eins gervigreind og erfðaupplýsingar. Þá þarf að efla heilsulæsi og tengja betur forvarnir, heilsueflingu og heilbrigðisþjónustu. Kæru kjósendur. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Það er kominn tími til að hætta að líta á heilbrigðisþjónustu sem peningahít þegar hún er ein af undirstöðum velferðar okkar og hagsældar. Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Höldum því þannig. Höfundur er landlæknir sem skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar