Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar 29. október 2024 10:01 Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar