Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 18:31 Aron Guðmundsson kíkti á upphitun hjá stuðningsmönnum Víkinga fyrir leikinn. Vísir Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira