Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 13:47 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra eru meðal þeirra manna sem þessa stundina eru að handskafa Kerecisvöllinn á Ísafirði því að á morgun fer fram mikilvægasti leikur Vestra í Bestu deildinni. Aðsend mynd Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“ Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn