Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 20:46 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33
Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32
„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10