„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2024 11:32 Elliot faðmar hér hjúkrunarfræðing sem sinnti honum á deild 13EG í vor. Zak fylgist kátur með. Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“