„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 19:01 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32