Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 16:48 Eldurinn kom upp í vinnsluþilfari Jökuls ÞH 299. RNSA Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út. Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út.
Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira