Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 16:48 Eldurinn kom upp í vinnsluþilfari Jökuls ÞH 299. RNSA Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út. Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út.
Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira