Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:18 Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn. Mynd/KR Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal. KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal.
KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn