Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 10:58 Ólympíugullhafinn Andrey Perlov hefur neitað að berjast í Úkraínu og verið refsað fyrir. Dómsyfirvöld í Novosibirsk Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira