Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 07:01 Orri Sigurður Ómarsson var ekki sáttur með að derhúfan hafi verið tekin af bróður sínum. Vísir/Diego Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39