Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 07:01 Orri Sigurður Ómarsson var ekki sáttur með að derhúfan hafi verið tekin af bróður sínum. Vísir/Diego Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki