Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 16:44 Tvo barnanna sem leitað hefur verið að voru í vistun á Stuðlum þegar eldur kom þar upp á laugardagsmorguninn. Vísir/Vilhelm Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað. Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi. Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi.
Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda