Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 16:44 Tvo barnanna sem leitað hefur verið að voru í vistun á Stuðlum þegar eldur kom þar upp á laugardagsmorguninn. Vísir/Vilhelm Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað. Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi. Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi.
Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent