Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2024 13:01 Fólk á götum Seoul horfir á myndband sem sýna á sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu í Rússlandi. AP/Ahn Young-joon Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Þá fordæmdi ráðherrann varnarsamvinnu Rússa með Norður-Kóreu og krefjast yfirvöld í Suður-Kóreu að Rússar hætti henni, þar sem slíkt sé brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yonhap-fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í Suður-Kóreu um að samvinna Rússlands og Norður-Kóreu beinist með engum hætti að Suður-Kóreu og að samvinna ríkjanna væri í samræmi við alþjóðalög. Ráðamenn í Úkraínu hafa að undanförnu haldið því fram að Rússar hafi fengið liðsauka frá Norður-Kóreu. Það tóku yfirvöld í Suður-Kóreu svo undir. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði frá því á dögunum að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefði þegar sent um 1.500 sérsveitarmenn til Rússlands og ætlaði sér að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar. Sérsveitarmennirnir eru sagðir vera í þjálfun í austurhluta Rússlands og á að standa til að senda þá til Úkraínu eða Kúrsk. Rússneska fréttaveitan Interfax, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að fregnir af hermönnum frá Norður-Kóreu í Rússlandi séu „misvísandi“. Hann sagði yfirvöld í Suður-Kóreu segja eitt og Bandaríkjamenn annað en neitaði því þó ekki að fregnirnar væru réttar. Þess í stað sagði hann Rússland og Norður-Kóreu náin bandalagsríki og unnið væri að þróun sambands ríkjanna á öllum sviðum. Það væri réttur þeirra og ætti ekki að verja áhyggjuefni fyrir neinn, þar sem þessi samvinna beindist ekki að neinu þriðja ríki. Sjá einnig: Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Gregory Zinoviev, sendiherra Rússlands í Suður-Kóreu, var kallaður á teppið í morgun af Kim Hong Kyun, utanríkisráðherra Suður-Kóreu.AP/Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu Brjóta gegn samþykktum öryggisráðsins Ráðamenn á Vesturlöndum og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af því að í skiptum fyrir aðstoð við innrásina í Úkraínu eigi Kim von á aðstoð varðandi hergagnatækni, varðandi þróun gervihnatta og kafbáta, svo eitthvað sé nefnt. Á fundi utanríkisráðherrans og sendiherrans í morgun komu Suður-Kóreumenn því á framfæri að samvinna með Norður-Kóreu á sviði varnarmála væri skýrt brot á mörgum samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu. „Veruleg stigmögnun“ Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í morgun hafa rætt við Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu. Þeir hefðu meðal annars rætt um samstarf NATO og Suður-Kóreu og meinta hermannaflutninga frá Norður-Kóreu til Rússlands. NATO eða yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki tekið undir yfirlýsingar Úkraínumanna og yfirvalda í Suður-Kóreu, en Rutte sagði að reyndist það rétt að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir gegn úkraínskum hermönnum væri um verulega stigmögnun að ræða. I spoke with @President_KR about #NATO’s close partnership w/ Seoul, defence industrial cooperation, and the interconnected security of the Euro-Atlantic and Indo-Pacific. #NorthKorea sending troops to fight alongside #Russia in #Ukraine would mark a significant escalation.— Mark Rutte (@SecGenNATO) October 21, 2024 David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, er staddur í Suður-Kóreu en AFP fréttaveitan hefur eftir honum að aðgerðir Rússa væru „glæfralegar og ólöglegar“. Hann sagði að yfirvöld í Bretlandi myndu bregðast við þeim. Sögðu hergagnasendingar til Úkraínu koma til greina Yonhap hefur eftir Yoon, áðurnefndum forseta Suður-Kóreu, að Suður-Kórea muni bregðast við samvinnu Pyongyang og Moskvu og að hann vonist til þess að það verði gert í samvinnu með NATO og aðildarríkjum bandalagsins. Ráðamenn í Suður-Kóreu gáfu til kynna í sumar, eftir að Pútín og Kim skrifuðu undir áðurnefnt varnarbandalag, að til greina kæmi að senda hergögn til Úkraínu. Hergagnaframleiðsla hefur aukist mjög í Suður-Kóreu á undanförnum árum, eftir að markvissar ákvarðanir um slíkt voru teknar þar í landi á níunda áratug síðustu aldar. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum. Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. 18. október 2024 15:31 Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þá fordæmdi ráðherrann varnarsamvinnu Rússa með Norður-Kóreu og krefjast yfirvöld í Suður-Kóreu að Rússar hætti henni, þar sem slíkt sé brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yonhap-fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í Suður-Kóreu um að samvinna Rússlands og Norður-Kóreu beinist með engum hætti að Suður-Kóreu og að samvinna ríkjanna væri í samræmi við alþjóðalög. Ráðamenn í Úkraínu hafa að undanförnu haldið því fram að Rússar hafi fengið liðsauka frá Norður-Kóreu. Það tóku yfirvöld í Suður-Kóreu svo undir. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði frá því á dögunum að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefði þegar sent um 1.500 sérsveitarmenn til Rússlands og ætlaði sér að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar. Sérsveitarmennirnir eru sagðir vera í þjálfun í austurhluta Rússlands og á að standa til að senda þá til Úkraínu eða Kúrsk. Rússneska fréttaveitan Interfax, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að fregnir af hermönnum frá Norður-Kóreu í Rússlandi séu „misvísandi“. Hann sagði yfirvöld í Suður-Kóreu segja eitt og Bandaríkjamenn annað en neitaði því þó ekki að fregnirnar væru réttar. Þess í stað sagði hann Rússland og Norður-Kóreu náin bandalagsríki og unnið væri að þróun sambands ríkjanna á öllum sviðum. Það væri réttur þeirra og ætti ekki að verja áhyggjuefni fyrir neinn, þar sem þessi samvinna beindist ekki að neinu þriðja ríki. Sjá einnig: Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Gregory Zinoviev, sendiherra Rússlands í Suður-Kóreu, var kallaður á teppið í morgun af Kim Hong Kyun, utanríkisráðherra Suður-Kóreu.AP/Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu Brjóta gegn samþykktum öryggisráðsins Ráðamenn á Vesturlöndum og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af því að í skiptum fyrir aðstoð við innrásina í Úkraínu eigi Kim von á aðstoð varðandi hergagnatækni, varðandi þróun gervihnatta og kafbáta, svo eitthvað sé nefnt. Á fundi utanríkisráðherrans og sendiherrans í morgun komu Suður-Kóreumenn því á framfæri að samvinna með Norður-Kóreu á sviði varnarmála væri skýrt brot á mörgum samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu. „Veruleg stigmögnun“ Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í morgun hafa rætt við Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu. Þeir hefðu meðal annars rætt um samstarf NATO og Suður-Kóreu og meinta hermannaflutninga frá Norður-Kóreu til Rússlands. NATO eða yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki tekið undir yfirlýsingar Úkraínumanna og yfirvalda í Suður-Kóreu, en Rutte sagði að reyndist það rétt að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir gegn úkraínskum hermönnum væri um verulega stigmögnun að ræða. I spoke with @President_KR about #NATO’s close partnership w/ Seoul, defence industrial cooperation, and the interconnected security of the Euro-Atlantic and Indo-Pacific. #NorthKorea sending troops to fight alongside #Russia in #Ukraine would mark a significant escalation.— Mark Rutte (@SecGenNATO) October 21, 2024 David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, er staddur í Suður-Kóreu en AFP fréttaveitan hefur eftir honum að aðgerðir Rússa væru „glæfralegar og ólöglegar“. Hann sagði að yfirvöld í Bretlandi myndu bregðast við þeim. Sögðu hergagnasendingar til Úkraínu koma til greina Yonhap hefur eftir Yoon, áðurnefndum forseta Suður-Kóreu, að Suður-Kórea muni bregðast við samvinnu Pyongyang og Moskvu og að hann vonist til þess að það verði gert í samvinnu með NATO og aðildarríkjum bandalagsins. Ráðamenn í Suður-Kóreu gáfu til kynna í sumar, eftir að Pútín og Kim skrifuðu undir áðurnefnt varnarbandalag, að til greina kæmi að senda hergögn til Úkraínu. Hergagnaframleiðsla hefur aukist mjög í Suður-Kóreu á undanförnum árum, eftir að markvissar ákvarðanir um slíkt voru teknar þar í landi á níunda áratug síðustu aldar. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum.
Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. 18. október 2024 15:31 Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. 18. október 2024 15:31
Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34