Spurt um áhuga fólks á Degi í forystu í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 09:43 Dagur var borgarstjóri í Reykjavík en nú er verið að kanna hvort áhugi sé á að fá hann í landspólitík. Vísir/Vilhelm og Prósent Keyptar voru spurningar í spurningavagn Prósents til að kanna áhuga á framboði Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins en þar kemur fram að flokkurinn sjálfur hafi ekki keypt spurningarnar og að þau viti ekki hver keypti þeir. Þar er einnig vísað í samtal við Dag þar sem hann sagði óvíst hvort að hann ætli að bjóða sig fram. Það væri í vinnslu innan flokksins. Spurt var hversu jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart því að Dagur byði sig fram í Reykjavík.Prósent Í frétt mbl.is segir að í spurningavagninum hafi fólk verið spurt um allskonar málefni en svo spurt hvernig því litist á að hafa Dag í forystu fyrir Samfylkinguna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Þá kemur einnig fram í frétt mbl.is að niðurstaða úr slíkum spurningum er ekki birt almenningi nema áhugi hafi verið hjá einhverjum að kaupa þær. Fjöldi framboða en ekki í fyrsta Fjölmargir hafa gefið út síðustu daga að þeir ætli sér fram fyrir Samfylkinguna. Síðast Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tvö af þríeykinu þekkta. Þau eru þó ekki í Reykjavíkurkjördæmunum. Gert er ráð fyrir að formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, leiði þar lista í Reykjavík suður eins og hún gerði í síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir leiddi lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum en hún hætti á þingi á kjörtímabilinu. Fyrir hana kom inn á þing Dagbjört Hákonardóttir. Hún sækist eftir áframhaldandi þingsetu og 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá hafa þeir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, gefið út að þeir stefni á lista í Reykjavík, en ekki það fyrsta. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32 Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins en þar kemur fram að flokkurinn sjálfur hafi ekki keypt spurningarnar og að þau viti ekki hver keypti þeir. Þar er einnig vísað í samtal við Dag þar sem hann sagði óvíst hvort að hann ætli að bjóða sig fram. Það væri í vinnslu innan flokksins. Spurt var hversu jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart því að Dagur byði sig fram í Reykjavík.Prósent Í frétt mbl.is segir að í spurningavagninum hafi fólk verið spurt um allskonar málefni en svo spurt hvernig því litist á að hafa Dag í forystu fyrir Samfylkinguna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Þá kemur einnig fram í frétt mbl.is að niðurstaða úr slíkum spurningum er ekki birt almenningi nema áhugi hafi verið hjá einhverjum að kaupa þær. Fjöldi framboða en ekki í fyrsta Fjölmargir hafa gefið út síðustu daga að þeir ætli sér fram fyrir Samfylkinguna. Síðast Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tvö af þríeykinu þekkta. Þau eru þó ekki í Reykjavíkurkjördæmunum. Gert er ráð fyrir að formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, leiði þar lista í Reykjavík suður eins og hún gerði í síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir leiddi lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum en hún hætti á þingi á kjörtímabilinu. Fyrir hana kom inn á þing Dagbjört Hákonardóttir. Hún sækist eftir áframhaldandi þingsetu og 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá hafa þeir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, gefið út að þeir stefni á lista í Reykjavík, en ekki það fyrsta.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32 Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32
Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48