„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 18:05 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var kampakátur með sigurinn. Vísir/Pawel Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
„Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira