Guðmundur Árni hættur við og styður Ölmu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 11:14 Guðmundur Árni er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Hafnarfirði. Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu. Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður. Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður.
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46