Uppgjör og viðtöl: Þór Þ. - KR 92-97 | Þrususlag í Þorlákshöfn lauk með sigri KR Árni Jóhannsson skrifar 18. október 2024 18:15 KR - Þór Þ. Subwaydeild karla vetur 2023 körfubolti KKÍ Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn laut í gras fyrir KR í Þorlákshöfn í hörkuleik fyrr í kvöld. KR voru betri í fyrri hálfleik en Þór náði ekki komast yfir þá í þeim seinni þar sem sóknarfráköst KR fóru illa með heimamenn. Leikar enduðu 92-97 og liðin jöfn í deildinni. Heimamenn byrjuðu ögn betur í leiknum í kvöld en KR voru fljótir að átta sig á því hvernig hægt væri að gera þeim skráveifu og taka forystuna þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. KR átti eftir að taka 18 sóknarfráköst í leiknum og fá út úr þeim 15 stig en það gaf þeim mikinn kraft. Þá hittu heimamenn afskaplega illa sem KR nýttu sér til að búa til forskot upp á níu stig þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Heimamenn bitu frá sér og var munurinn fjögur stig 20-24 eftir fyrsta leikhluta. KR kom út í annan leikhluta af fítonskrafti. Vörn Þórs var lin og viljinn enginn þannig að KR gat gert það sem þeir vildu og áður en við var litið var staðan 2-12 í leikhlutanum og 22-36 í leiknum. Jordan Semple gerði vel í að halda sínum mönnum inn í leiknum en Þór náði ekki að draga KR nógu nálægt sér til að gera þá stressaða. Aftur áttu Þór þá lokaorðin í leikhlutanum og breyttu muninum úr 14 stigum niður í sjö stig þegar hálfleiksflautan gall. KR mikið betri en Jakob Sigurðsson þjálfari liðsins var svekktur með síðustu mínútur hálfleiksins. Seinni hálfleikur var mikið betri hjá heimamönnum. Það var mikið meiri vilji en sömu vandamál þó þar sem KR gat gengið að sóknarfráköstunum vísum nánast og náðu að halda heimamönnum í seilingarfjarlægð. Þór náði að minnka muninn minnst niður í fjögur stig en KR endaði leikhlutann betur að þessu sinni og hélt forystunni þægilegri í stöðunni 63-71. Liði skoruðu í skorpum í seinni hálfleik og KR átti alltaf svar við því sem Þór Þ. lagði á borðið fyrir þá en þægindin hættu í fjórða leikhluta. Skipst var á körfum lengi vel en í einni skorpunni frá heimamönnum náðu þeir muninum niður í þrjú stig en þá setti Linards Jaunzems niður þrist og KR vann boltann skömmu seinna og skoruðu. Þór mætti aftur til leiks og minnkaði muninn í 86-90 en þá setti Þórir Guðmundur Þorbjarnarson niður sinn fyrsta þrist í leiknum í sinni fimmtu tilraun til að auka muninn aftur. Aftur ógnuðu heimamenn, Emil Karel dúndraði niður þrist og KR svaraði og Tamulis setti niður þrist einnig til að gera stöðuna 92-95 þegar um sjö sekúndur voru eftir en lengra komust heimamenn ekki þar sem Linards braust upp að körfunni til að auka muninn í 92-97. Seiglusigur og KR búnir að vinna tvo leiki eins og Þór Þ. Atvik leiksins Þristurinn frá Tóta Túrbó þegar 42 sekúndur voru eftir af leiknum var rosalegur. Hann hafði ekkert hitt en þarna klikkaði hann ekki og kom sínum mönnum áfram og lengra. Stjörnur og skúrkar Nimrod Hillard IV skoraði 29 stig fyrir KR og var rosalegur þegar á þurfti að halda. Náði í körfur í öllum regnbogans litum til að halda KR í seilingarfjarlægð frá Þór sem ógnuðu þessu mikið undir lokin. KR fékk svo frábært framlag úr öllum áttum annað en Þór frá Þorlákshöfn sem voru flestir skúrkar kvöldsins. Jordan Semple var sá eini með lífsmarki. Jordan skoraði 27 stig og spilaði af eðlilegri getu. Aðrir þurfa að gera betur. Umgjörð og stemmning Stemmningin var lágstemmd framan af í Þorlákshöfn í kvöld en þegar leikar æstust í seinni hálfleik þá æstust áhorfendur. Heimamenn náðu þó ekki að koma sínum mönnum yfir línuna og KR taka stigin með sér heim. Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Ingi Björn geta gengið sáttir frá borið. Engin vafaatriði og leikurinn flaut mjög vel. Viðtöl: Jakob: Maður þarf sem lið að vera vaxandi í gegnum allt „Ánægður með sigurinn að sjálfsögðu“, var það fyrsta sem Jakob Sigurðsson þjálfari KR gat tekið út úr sigrinum gegn Þór fyrr í kvöld. „Margt sem við gerðum vel og margt sem ég er ekki ánægður með ef ég á að vera hreinskilinn. Það var mikið til komið af lélegum ákvörðunum hjá okkur. Sumt var vel gert hjá Þór. Það er erfitt að slíta þá frá okkur og gerðu þeir margt vel sem við áttum í erfiðleikum með.“ Hvað skilaði sigrinum að lokum fyrir KR? „Aðallega liðsheildin. Svo er ég bara sáttur við síðustu mínúturnar hjá okkur. Það var stór munur á þeim hér í kvöld og þeim í síðasta leik. Í ákvarðanatöku og að nýta klukkuna og skotklukkuna. Við létum hana vinna með okkur þegar við vorum nokkrum stigum yfir. Mér fannst strákarnir gera það mun betur en í síðasta leik.“ Eru þetta þá ekki góð skref í lærdómsferli tímabilsins? „Algjörlega. Þetta er langt tímabil og margir leikir. Maður þarf sem lið að vera vaxandi í gegnum allt. Þetta fer upp og niður, margt sem gerist, það mikilvægasta er að maður sé alltaf að læra. Taka eftir því sem við gerum vel, einblína á það og halda því áfram og svo á sama tíma að vinna í því að gera liðið betra.“ Nimrod Hillard IV: Ég elska þetta Stigahæsti leikmaður KR, Nimrod Hillard IV, gat verið ánægður með liðið sitt í kvöld þegar Þór frá Þorlákshöfn var lagt í Þorlákshöfn 92-97. Hvað voru KR-ingar að gera rétt til að sigla sigrinum í höfn? „Við spiluðum saman. Við stóðum vel saman þegar þeir náðu að þjarma að okkur. Við töluðum saman þegar þeir voru að nálgast, vitandi að þeir eru gott lið, héldum okkur við planið og náðum sigrinum.“ Var þetta ekki mikill karakter í liðinu að ná í sigurinn þegar Þór þjarmaði svona mikið að KR í lok leiksins? „Að sjálfsögðu. Við erum náttúrlega með nýtt lið í höndunum, margir nýjir leikmenn og við eigum eftir að fínpússa okkur saman. Við litum vel út í dag.“ Nimrod spilaði með KR líka í fyrra í 1. deildinni og var hann spurður að því hvort hann finndi fyrir muninum á deildinni. „Algjörlega. Þetta er mikið betri deild, betri leikmenn og er öðruvísi. Við erum með gott lið en verðum bara betri og betri.“ Nimrod sjálfur er að spila vel í efstu deild og var spurður að því hvernig honum liði með tímabilið hjá sér hingað til. „Ég elska þetta. Ég er heill heilsu og það er það sem skiptir máli og það eina sem ég bið um fyrir leik þegar ég ræði við Guð. Það hefur gengið upp þannig að við erum í góðu.“ Hvað gefur svona sigur KR-ingum í framhaldinu? „Þetta gefur okkur skriðþunga. Við þurfum að halda áfram því sem við erum að gera vel. Halda áfram að gefa allt í æfingarnar, vera samstilltir og þá verðum við góðir.“ Bónus-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Körfubolti
Þór Þorlákshöfn laut í gras fyrir KR í Þorlákshöfn í hörkuleik fyrr í kvöld. KR voru betri í fyrri hálfleik en Þór náði ekki komast yfir þá í þeim seinni þar sem sóknarfráköst KR fóru illa með heimamenn. Leikar enduðu 92-97 og liðin jöfn í deildinni. Heimamenn byrjuðu ögn betur í leiknum í kvöld en KR voru fljótir að átta sig á því hvernig hægt væri að gera þeim skráveifu og taka forystuna þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. KR átti eftir að taka 18 sóknarfráköst í leiknum og fá út úr þeim 15 stig en það gaf þeim mikinn kraft. Þá hittu heimamenn afskaplega illa sem KR nýttu sér til að búa til forskot upp á níu stig þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Heimamenn bitu frá sér og var munurinn fjögur stig 20-24 eftir fyrsta leikhluta. KR kom út í annan leikhluta af fítonskrafti. Vörn Þórs var lin og viljinn enginn þannig að KR gat gert það sem þeir vildu og áður en við var litið var staðan 2-12 í leikhlutanum og 22-36 í leiknum. Jordan Semple gerði vel í að halda sínum mönnum inn í leiknum en Þór náði ekki að draga KR nógu nálægt sér til að gera þá stressaða. Aftur áttu Þór þá lokaorðin í leikhlutanum og breyttu muninum úr 14 stigum niður í sjö stig þegar hálfleiksflautan gall. KR mikið betri en Jakob Sigurðsson þjálfari liðsins var svekktur með síðustu mínútur hálfleiksins. Seinni hálfleikur var mikið betri hjá heimamönnum. Það var mikið meiri vilji en sömu vandamál þó þar sem KR gat gengið að sóknarfráköstunum vísum nánast og náðu að halda heimamönnum í seilingarfjarlægð. Þór náði að minnka muninn minnst niður í fjögur stig en KR endaði leikhlutann betur að þessu sinni og hélt forystunni þægilegri í stöðunni 63-71. Liði skoruðu í skorpum í seinni hálfleik og KR átti alltaf svar við því sem Þór Þ. lagði á borðið fyrir þá en þægindin hættu í fjórða leikhluta. Skipst var á körfum lengi vel en í einni skorpunni frá heimamönnum náðu þeir muninum niður í þrjú stig en þá setti Linards Jaunzems niður þrist og KR vann boltann skömmu seinna og skoruðu. Þór mætti aftur til leiks og minnkaði muninn í 86-90 en þá setti Þórir Guðmundur Þorbjarnarson niður sinn fyrsta þrist í leiknum í sinni fimmtu tilraun til að auka muninn aftur. Aftur ógnuðu heimamenn, Emil Karel dúndraði niður þrist og KR svaraði og Tamulis setti niður þrist einnig til að gera stöðuna 92-95 þegar um sjö sekúndur voru eftir en lengra komust heimamenn ekki þar sem Linards braust upp að körfunni til að auka muninn í 92-97. Seiglusigur og KR búnir að vinna tvo leiki eins og Þór Þ. Atvik leiksins Þristurinn frá Tóta Túrbó þegar 42 sekúndur voru eftir af leiknum var rosalegur. Hann hafði ekkert hitt en þarna klikkaði hann ekki og kom sínum mönnum áfram og lengra. Stjörnur og skúrkar Nimrod Hillard IV skoraði 29 stig fyrir KR og var rosalegur þegar á þurfti að halda. Náði í körfur í öllum regnbogans litum til að halda KR í seilingarfjarlægð frá Þór sem ógnuðu þessu mikið undir lokin. KR fékk svo frábært framlag úr öllum áttum annað en Þór frá Þorlákshöfn sem voru flestir skúrkar kvöldsins. Jordan Semple var sá eini með lífsmarki. Jordan skoraði 27 stig og spilaði af eðlilegri getu. Aðrir þurfa að gera betur. Umgjörð og stemmning Stemmningin var lágstemmd framan af í Þorlákshöfn í kvöld en þegar leikar æstust í seinni hálfleik þá æstust áhorfendur. Heimamenn náðu þó ekki að koma sínum mönnum yfir línuna og KR taka stigin með sér heim. Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Ingi Björn geta gengið sáttir frá borið. Engin vafaatriði og leikurinn flaut mjög vel. Viðtöl: Jakob: Maður þarf sem lið að vera vaxandi í gegnum allt „Ánægður með sigurinn að sjálfsögðu“, var það fyrsta sem Jakob Sigurðsson þjálfari KR gat tekið út úr sigrinum gegn Þór fyrr í kvöld. „Margt sem við gerðum vel og margt sem ég er ekki ánægður með ef ég á að vera hreinskilinn. Það var mikið til komið af lélegum ákvörðunum hjá okkur. Sumt var vel gert hjá Þór. Það er erfitt að slíta þá frá okkur og gerðu þeir margt vel sem við áttum í erfiðleikum með.“ Hvað skilaði sigrinum að lokum fyrir KR? „Aðallega liðsheildin. Svo er ég bara sáttur við síðustu mínúturnar hjá okkur. Það var stór munur á þeim hér í kvöld og þeim í síðasta leik. Í ákvarðanatöku og að nýta klukkuna og skotklukkuna. Við létum hana vinna með okkur þegar við vorum nokkrum stigum yfir. Mér fannst strákarnir gera það mun betur en í síðasta leik.“ Eru þetta þá ekki góð skref í lærdómsferli tímabilsins? „Algjörlega. Þetta er langt tímabil og margir leikir. Maður þarf sem lið að vera vaxandi í gegnum allt. Þetta fer upp og niður, margt sem gerist, það mikilvægasta er að maður sé alltaf að læra. Taka eftir því sem við gerum vel, einblína á það og halda því áfram og svo á sama tíma að vinna í því að gera liðið betra.“ Nimrod Hillard IV: Ég elska þetta Stigahæsti leikmaður KR, Nimrod Hillard IV, gat verið ánægður með liðið sitt í kvöld þegar Þór frá Þorlákshöfn var lagt í Þorlákshöfn 92-97. Hvað voru KR-ingar að gera rétt til að sigla sigrinum í höfn? „Við spiluðum saman. Við stóðum vel saman þegar þeir náðu að þjarma að okkur. Við töluðum saman þegar þeir voru að nálgast, vitandi að þeir eru gott lið, héldum okkur við planið og náðum sigrinum.“ Var þetta ekki mikill karakter í liðinu að ná í sigurinn þegar Þór þjarmaði svona mikið að KR í lok leiksins? „Að sjálfsögðu. Við erum náttúrlega með nýtt lið í höndunum, margir nýjir leikmenn og við eigum eftir að fínpússa okkur saman. Við litum vel út í dag.“ Nimrod spilaði með KR líka í fyrra í 1. deildinni og var hann spurður að því hvort hann finndi fyrir muninum á deildinni. „Algjörlega. Þetta er mikið betri deild, betri leikmenn og er öðruvísi. Við erum með gott lið en verðum bara betri og betri.“ Nimrod sjálfur er að spila vel í efstu deild og var spurður að því hvernig honum liði með tímabilið hjá sér hingað til. „Ég elska þetta. Ég er heill heilsu og það er það sem skiptir máli og það eina sem ég bið um fyrir leik þegar ég ræði við Guð. Það hefur gengið upp þannig að við erum í góðu.“ Hvað gefur svona sigur KR-ingum í framhaldinu? „Þetta gefur okkur skriðþunga. Við þurfum að halda áfram því sem við erum að gera vel. Halda áfram að gefa allt í æfingarnar, vera samstilltir og þá verðum við góðir.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum