Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra.
Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum.
Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum.
Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.
— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024
Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi.
„Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“
Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael.
Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er.