Örn í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 14:08 Árásin átti sér stað í janúar við Hofsvallagötu. vísir/Vilhelm Örn Geirdal Steinólfsson, 48 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í vesturbæ Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þá þarf hann að greiða karlmanni sem hlaut hættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Erni var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Sagðist lítið muna eftir atburðum næturinnar Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Dómur í málinu hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Örn dæmdur í sex ára fangelsi sem bendir til þess að dómari hafi ekki metið framburð hans fyrir dómi trúverðugan. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann stakk 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn á sakaferil að baki en hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Tengdar fréttir Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59 Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53 „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Erni var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Sagðist lítið muna eftir atburðum næturinnar Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Dómur í málinu hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Örn dæmdur í sex ára fangelsi sem bendir til þess að dómari hafi ekki metið framburð hans fyrir dómi trúverðugan. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann stakk 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn á sakaferil að baki en hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Tengdar fréttir Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59 Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53 „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46
Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53
„Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12