„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 11:35 B-2 Spirit eru dýrustu sprengjuþotur heims. Þær eru hannaðar til að sjást illa á ratsjám og geta borið kjarnorkuvopn. AP/Whitney Erhart Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada. Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada.
Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent