Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 08:48 Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Aðsend Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture. Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture.
Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira