Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2024 08:46 Kona hjólar fram hjá veggmynd af Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Elly Schlein, leiðtoga Lýðræðisflokksins í Mílanó. Þær eru á öndverðum meiði um staðgöngumæðrun.Utan á Schlein stendur „Mitt leg, mitt val“ en á Meloni „ekki til leigu“. Vísir/EPA Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því. Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því.
Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent