Liam Payne úr One Direction látinn Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. október 2024 21:36 Liam Payne öðlaðist heimsfrægð með hljómsveit sinni One Direction fyrir rúmum áratug. Myndin er tekin á frumsýningu í Lundúnum árið 2021. EPA Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne úr strákasveitinni One Direction er látinn. Hann var 31 árs. Þetta kemur fram í argentínskum fjölmiðlum í dag. Payne er sagður hafa fallið fram af svölum á þriðju hæð hótels í Buenos Aires. Þá segir í frétt bandaríska slúðurmiðilsins TMZ að hann hafi virst í ójafnvægi og látið ófriðlega í anddyri hótelsins rétt fyrir andlátið. Reuters-fréttaveitan hefur eftir dagblöðunum La Nacion og Clarin að lögregla hafi enn fremur verið kölluð að hótelinu eftir að tilkynnt var um „karlmann í árásarham“, sem líklega væri undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Forsvarsmaður viðbragðsaðila í Buenos Aires staðfesti andlát Payne í sjónvarpsútsendingu í kvöld. Hann vildi ekkert segja til um aðdraganda andlátsins og svaraði því ekki hvort um slys hefði verið að ræða. Liam Payne var liðsmaður strákasveitarinnar One Direction ásamt þeim Zayn Malik, Niall Horan, Harry Styles og Louis Tomlinson. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Malik sagði skilið við hljómsveitina vorið 2015 en Payne, Styles, Horan og Tomlinson störfuðu áfram saman undir merkjum sveitarinnar, þar til þeir héldu hver í sína áttina í árslok 2015. Niall Horan, Louis Tomlinson, Liam Payne, Zayn Malik og Harry Styles á MTV MusiC Awards árið 2013.Getty Lætur eftir sig son og kærustu Payne lét reyna á sólóferil eftir að One Direction lagði upp laupana og naut nokkurra vinsælda upp á eigin spýtur. Fyrsta lag hans, Strip That Down, átti talsverðri velgengni að fagna þegar það kom út árið 2017. Payne lætur eftir sig soninn Bear, sjö ára, sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole. Kærasta Payne þegar hann lést var Kate Cassidy, áhrifavaldur. Parið fór saman til Argentínu í lok september síðastliðins og sótti meðal annars tónleika hjá Niall Horan, fyrrverandi One Direction-meðlimi, í Buenos Aires 2. október. Cassidy er þó sögð hafa flogið heim nú á mánudag og Payne mun því hafa dvalið án hennar í borginni síðustu daga. Liam Payne og Cheryl Cole í árdaga sambands þeirra.Vísir/Getty Aðdáendur áhyggjufullir Payne glímdi einnig við ýmiss konar erfiðleika í einkalífinu. Haft hefur verið eftir honum í viðtölum að hann hafi þróað með sér áfengisfíkn þegar One Direction var á hátindi frægðar sinnar. Þá fór hann í áfengismeðferð í fyrra eftir að hafa veitt umdeilt viðtal um samskipti sín við áðurnefndan Malik, fyrrverandi starfsbróður sinn. Aðdáendur Payne höfðu áhyggjur af því síðustu mánuði að aftur væri tekið að halla undan fæti í lífi hans. Hann virtist hafa grennst talsvert og birtist gjarnan fjarrænn og ör í færslum á samfélagsmiðlum. Lagið Night Changes af plötunni Four, sem einmitt er sú fjórða úr smiðju One Direction, er eitt það allra vinsælasta sem sveitin hefur sent frá sér. Hér má heyra áðurnefnt Strip That Down, lagið sem markaði upphaf sólóferils Payne. Payne var nokkurs konar forsöngvari One Direction á fyrri stigum, eins og heyrist bersýnilega í laginu Gotta Be You af fyrstu plötu sveitarinnar, Up All Night. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:26. Bretland Andlát Argentína Tónlist Andlát Liam Payne Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Þetta kemur fram í argentínskum fjölmiðlum í dag. Payne er sagður hafa fallið fram af svölum á þriðju hæð hótels í Buenos Aires. Þá segir í frétt bandaríska slúðurmiðilsins TMZ að hann hafi virst í ójafnvægi og látið ófriðlega í anddyri hótelsins rétt fyrir andlátið. Reuters-fréttaveitan hefur eftir dagblöðunum La Nacion og Clarin að lögregla hafi enn fremur verið kölluð að hótelinu eftir að tilkynnt var um „karlmann í árásarham“, sem líklega væri undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Forsvarsmaður viðbragðsaðila í Buenos Aires staðfesti andlát Payne í sjónvarpsútsendingu í kvöld. Hann vildi ekkert segja til um aðdraganda andlátsins og svaraði því ekki hvort um slys hefði verið að ræða. Liam Payne var liðsmaður strákasveitarinnar One Direction ásamt þeim Zayn Malik, Niall Horan, Harry Styles og Louis Tomlinson. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Malik sagði skilið við hljómsveitina vorið 2015 en Payne, Styles, Horan og Tomlinson störfuðu áfram saman undir merkjum sveitarinnar, þar til þeir héldu hver í sína áttina í árslok 2015. Niall Horan, Louis Tomlinson, Liam Payne, Zayn Malik og Harry Styles á MTV MusiC Awards árið 2013.Getty Lætur eftir sig son og kærustu Payne lét reyna á sólóferil eftir að One Direction lagði upp laupana og naut nokkurra vinsælda upp á eigin spýtur. Fyrsta lag hans, Strip That Down, átti talsverðri velgengni að fagna þegar það kom út árið 2017. Payne lætur eftir sig soninn Bear, sjö ára, sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole. Kærasta Payne þegar hann lést var Kate Cassidy, áhrifavaldur. Parið fór saman til Argentínu í lok september síðastliðins og sótti meðal annars tónleika hjá Niall Horan, fyrrverandi One Direction-meðlimi, í Buenos Aires 2. október. Cassidy er þó sögð hafa flogið heim nú á mánudag og Payne mun því hafa dvalið án hennar í borginni síðustu daga. Liam Payne og Cheryl Cole í árdaga sambands þeirra.Vísir/Getty Aðdáendur áhyggjufullir Payne glímdi einnig við ýmiss konar erfiðleika í einkalífinu. Haft hefur verið eftir honum í viðtölum að hann hafi þróað með sér áfengisfíkn þegar One Direction var á hátindi frægðar sinnar. Þá fór hann í áfengismeðferð í fyrra eftir að hafa veitt umdeilt viðtal um samskipti sín við áðurnefndan Malik, fyrrverandi starfsbróður sinn. Aðdáendur Payne höfðu áhyggjur af því síðustu mánuði að aftur væri tekið að halla undan fæti í lífi hans. Hann virtist hafa grennst talsvert og birtist gjarnan fjarrænn og ör í færslum á samfélagsmiðlum. Lagið Night Changes af plötunni Four, sem einmitt er sú fjórða úr smiðju One Direction, er eitt það allra vinsælasta sem sveitin hefur sent frá sér. Hér má heyra áðurnefnt Strip That Down, lagið sem markaði upphaf sólóferils Payne. Payne var nokkurs konar forsöngvari One Direction á fyrri stigum, eins og heyrist bersýnilega í laginu Gotta Be You af fyrstu plötu sveitarinnar, Up All Night. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:26.
Bretland Andlát Argentína Tónlist Andlát Liam Payne Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira