Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2024 11:22 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á úkraínska þinginu í morgun. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Í salnum voru úkraínskir þingmenn, embættismenn og leiðtogar úkraínska hersins og leyniþjónusta. „Saman með bandamönnum okkar, verðum við að breyta kringumstæðunum svo þetta stríð endi. Burtséð frá því hvað Pútín vill. Við verðum að breyta kringumstæðunum svo Rússland verði þvingað til friðar,“ sagði Selenskí, samkvæmt frétt Reuters. Gangi áætlun hans eftir og fái Úkraínumenn stuðning bakhjarla sinna, sagði Selenskí að hægt væri að koma á friði fyrir lok næsta árs. Áætlun Selenskís, sem hann hefur kynnt fyrir bakhjörlum Úkraínu á undanförnum vikum, snýst um fimm meginatriði. Einhverjir hlutar hennar eru þó leynilegir og ætlaði Selenskí að kynna þá frekar fyrir þingmönnum í einrúmi. Eitt þeirra snýr að skilyrðislausu boði um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn lögðu fram beiðni um inngöngu í september 2022 en hafa ekki fengið skýr svör enn sem komið er. Selenskí sagði mögulega inngöngu í NATO vera framtíðarspurningu en að inngönguboð myndi sína Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að hann hefði gert mistök með innrásinni í Úkraínu. „Við erum lýðræðisþjóð og höfum sýnt að við getum varið sameiginlegan lífstíl okkar,“ sagði Selenskí meðal annars. Our people, in Ukraine and abroad, never tire of saying “Glory to Ukraine,” and Ukraine never tires of answering, “Glory to the heroes.” But here, we hear less often the words “Ukraine must win.” For some, the word “victory” has become uncomfortable. Yet we understand—victory is…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2024 Aðrir þættir áætlunarinnar fjalla um nauðsyn Úkraínumanna á því að byggja her sinn upp og þá sérstaklega að koma upp vopnum til að gera árásir í Rússlandi, bæði með eigin vopnum og vopnum frá bakhjörlum Úkraínu. Þá vill Selenskí að Vesturlönd hjálpi til við að skjóta niður rússneskar eldflaugar og dróna yfir Úkraínu. Sjá einnig: Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Þá fjallar áætlunin einnig um enduruppbyggingu í Úkraínu og aðkomu Vesturlanda að vörnum auðlinda landsins gegn árásum frá Rússlandi, og nýtingu þeirra. Er þar um að ræða auðlindir eins og úran, títaníum og liþíum, sem Úkraínumenn telja að geti hjálpað þeim að bæta efnahag ríkisins eftir stríðið. Áætlunin snýr einnig að auknum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og auknu eftirliti með þeim þvingunum og refsiaðgerðum sem Rússar hafa þegar verið beittir. Selenskí ítrekaði í ávarpi sínu að ef Pútín muni ná „geðsjúkum“ markmiðum sínum sýni það stjórnendum annarra alræðisríkja í heiminum að hernaður geti borgað sig. Þá sagði forsetinn að Norður-Kórea hefði gengið til liðs við Rússa, ekki eingöngu með sendingu vopna og hergagna heldur einnig með fólki, fyrir verksmiðjur í Rússlandi og rússneska herinn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í salnum voru úkraínskir þingmenn, embættismenn og leiðtogar úkraínska hersins og leyniþjónusta. „Saman með bandamönnum okkar, verðum við að breyta kringumstæðunum svo þetta stríð endi. Burtséð frá því hvað Pútín vill. Við verðum að breyta kringumstæðunum svo Rússland verði þvingað til friðar,“ sagði Selenskí, samkvæmt frétt Reuters. Gangi áætlun hans eftir og fái Úkraínumenn stuðning bakhjarla sinna, sagði Selenskí að hægt væri að koma á friði fyrir lok næsta árs. Áætlun Selenskís, sem hann hefur kynnt fyrir bakhjörlum Úkraínu á undanförnum vikum, snýst um fimm meginatriði. Einhverjir hlutar hennar eru þó leynilegir og ætlaði Selenskí að kynna þá frekar fyrir þingmönnum í einrúmi. Eitt þeirra snýr að skilyrðislausu boði um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn lögðu fram beiðni um inngöngu í september 2022 en hafa ekki fengið skýr svör enn sem komið er. Selenskí sagði mögulega inngöngu í NATO vera framtíðarspurningu en að inngönguboð myndi sína Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að hann hefði gert mistök með innrásinni í Úkraínu. „Við erum lýðræðisþjóð og höfum sýnt að við getum varið sameiginlegan lífstíl okkar,“ sagði Selenskí meðal annars. Our people, in Ukraine and abroad, never tire of saying “Glory to Ukraine,” and Ukraine never tires of answering, “Glory to the heroes.” But here, we hear less often the words “Ukraine must win.” For some, the word “victory” has become uncomfortable. Yet we understand—victory is…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2024 Aðrir þættir áætlunarinnar fjalla um nauðsyn Úkraínumanna á því að byggja her sinn upp og þá sérstaklega að koma upp vopnum til að gera árásir í Rússlandi, bæði með eigin vopnum og vopnum frá bakhjörlum Úkraínu. Þá vill Selenskí að Vesturlönd hjálpi til við að skjóta niður rússneskar eldflaugar og dróna yfir Úkraínu. Sjá einnig: Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Þá fjallar áætlunin einnig um enduruppbyggingu í Úkraínu og aðkomu Vesturlanda að vörnum auðlinda landsins gegn árásum frá Rússlandi, og nýtingu þeirra. Er þar um að ræða auðlindir eins og úran, títaníum og liþíum, sem Úkraínumenn telja að geti hjálpað þeim að bæta efnahag ríkisins eftir stríðið. Áætlunin snýr einnig að auknum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og auknu eftirliti með þeim þvingunum og refsiaðgerðum sem Rússar hafa þegar verið beittir. Selenskí ítrekaði í ávarpi sínu að ef Pútín muni ná „geðsjúkum“ markmiðum sínum sýni það stjórnendum annarra alræðisríkja í heiminum að hernaður geti borgað sig. Þá sagði forsetinn að Norður-Kórea hefði gengið til liðs við Rússa, ekki eingöngu með sendingu vopna og hergagna heldur einnig með fólki, fyrir verksmiðjur í Rússlandi og rússneska herinn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19
Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33