Hjálpartæki / heyrnartæki / samskiptastyrkur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 15. október 2024 16:31 Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum. Eins hafa hagsmunasamtök kallað eftir því að ástandið verði bætt og líka það hve verð á heyrnartækjum er hátt, þ.e. notendur heyrnartækja greiða þau háu verði. Engin hefur hins vegar minnst á hjálpartæki en þau eru jafn nauðsynleg og heyrnartæki. Stofnun eins og HTÍ er skylt að mæla heyrn, veita ráðgjöf um heyrnartæki, annast uppsetningu og aðrar meðferðir við heyrnarmissi, eins líka skylt að vera ráðgefandi um hjálpartæki. Leiðbeina fólki áfram í þeirri vegferð að þau fái í það minnsta lífsgæði sín eftir heyrnarmissi/skerðingu. Samkvæmt lögum á HTÍ að greiða fyrir uppsetningu, kennslu og fræðslu líka, rétt eins og með það að mæla heyrn. Þannig er ferlið sem stofnunin er ætlað að sjá um lögum samkvæmt En að eru tölverðar brotalamir þar sem þarfnast úrlausna eins og t.d. það að gefa ráð um hjálpartæki á heimili manneskju sem hefur fengið þær fréttir að heyrnin sé skert eða jafnvel farin. Fólkið þarf blikkljós og titrings búnað til þess. Manneskja með skerta heyrn án þessara hjálpartækja þó svo notuð séu heyrnartæki þarf hjálpartækin líka. Það er ekkert val: heyrnartæki eða hjálpartæki, heldur verður að hafa bæði. Það er ekki ráðlagt að sofa með heyrnartæki. Manneskja sem er kannski án heyrnartækja eða með þau upplifir ómælda streitu ómeðvitað, sem mun kosta heilbrigðiskerfið mikið vegna líkamlegra kvilla sem eru afleiðing langvarandi streitu. Sífellt að reyna að heyra, að gá út um gluggann og á símann hvort einhver sé að koma, hvort barnið sé að gráta eða sefur með heyrnartæki ef reykskynjari skyldi fara að pípa. Það er mýta og gersamlega rangar upplýsingar að heyrnartæki komi í stað hjálpartækja og jafnvel táknmáls líka. Stjórnvöld, í þessu tilfelli heilbrigiðsráðherra sem er yfirboðari HTÍ, sýnir málefnum heyrnarlausra/ heyrnarskertra, fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og þar með stofnun sinni HTI óréttlátt áhugaleysi, sinnuleysi og yfirgengislegan hroka með því að gera ekkert annað en að svara engu, breyta engu og helst ekki snerta neitt, leyfa því sem er ómögulegt og barn síns tíma að vera bara svona áfram. Undirrituð hefur meðal annars reynt að fá athygli á allt það óréttlæti sem er í hjálpartækja málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu siðan í júlí 2021. Eina hreyfingin sem málefnið fær í heilbrigðisráðuneytinu er að umfjöllunarefni og bréf lögfræðings undirritaðra gengur aðeins á milli starfsmanna og engin þorir, getur eða vill breyta óréttlætinu sem er að aðeins megi selja hjálpartæki fyrir þennan hóp með niðurgreiðslu í gegnum HTÍ. Sem er mjög óréttlátt og jafnvel brot á samkeppinslögum. Það ætti að gefa seljanda hjálpartækja leyfi til að selja sjálfur beint til notanda og gefa seljanda aðgang að niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands og fá greitt fyrir uppsetingu. Eins og eðlilegt er með önnur hjálpartæki. Það er líka eitt sem vert er að nefna og hafa meðal annars foreldra hagsmunasamtök heyrnarlausra/heyrnarskertra barna vakið athygli á því við heilbrigðisráðuneytið, það er samskiptastyrkur sem heyrnarlausir/heyrnarskertir og fólk sem samþætta sjón og heyrnarskerðingu á rétt að fá. Samskiptastyrkinum var komið á í kringum árið 2000 og 2004 og var þá 30.000,- Hægt er að fá styrkinn á 3 ára fresti. Þennan styrk eiga allir sem hafa heyrn við ákveðin desibíl rétt á við kaup á farsíma, tölvu, ipad sem hægt er að eiga skrifleg samskipti með. Enn í dag er sama styrktarupphæð 30.000,- Styrkurinn hefur ekkert hækkað miðað við núgildandi vísitölur og verðlag, sem er skammarlegt. Það verður að segjast eins og er að það er hrikalegt að sjá og upplifa áhugaleysi heilbrigðisráðuneytisins á málefnum þessa hóps, hóps sem undirrituð tilheyrir og sjá að það sé engin vilji til að taka athugasemdir notenda, stjórnenda og annara til greina og gera betur og það eins og fólk vill að verði, miðað við það sem hefur verið skrifað og rætt um þetta sorglega ástand ríkisstofnunnar HTÍ þá er rétt að segja að heilbrigðisráðuneytið hefur gersamlega brugðist starfsfólki HTÍ og skjólstæðingum þess. Það er ekki annað en hægt að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé réttlætanlegt? Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Notandi hjálpartækja fyrir heyrnarlausa. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum. Eins hafa hagsmunasamtök kallað eftir því að ástandið verði bætt og líka það hve verð á heyrnartækjum er hátt, þ.e. notendur heyrnartækja greiða þau háu verði. Engin hefur hins vegar minnst á hjálpartæki en þau eru jafn nauðsynleg og heyrnartæki. Stofnun eins og HTÍ er skylt að mæla heyrn, veita ráðgjöf um heyrnartæki, annast uppsetningu og aðrar meðferðir við heyrnarmissi, eins líka skylt að vera ráðgefandi um hjálpartæki. Leiðbeina fólki áfram í þeirri vegferð að þau fái í það minnsta lífsgæði sín eftir heyrnarmissi/skerðingu. Samkvæmt lögum á HTÍ að greiða fyrir uppsetningu, kennslu og fræðslu líka, rétt eins og með það að mæla heyrn. Þannig er ferlið sem stofnunin er ætlað að sjá um lögum samkvæmt En að eru tölverðar brotalamir þar sem þarfnast úrlausna eins og t.d. það að gefa ráð um hjálpartæki á heimili manneskju sem hefur fengið þær fréttir að heyrnin sé skert eða jafnvel farin. Fólkið þarf blikkljós og titrings búnað til þess. Manneskja með skerta heyrn án þessara hjálpartækja þó svo notuð séu heyrnartæki þarf hjálpartækin líka. Það er ekkert val: heyrnartæki eða hjálpartæki, heldur verður að hafa bæði. Það er ekki ráðlagt að sofa með heyrnartæki. Manneskja sem er kannski án heyrnartækja eða með þau upplifir ómælda streitu ómeðvitað, sem mun kosta heilbrigðiskerfið mikið vegna líkamlegra kvilla sem eru afleiðing langvarandi streitu. Sífellt að reyna að heyra, að gá út um gluggann og á símann hvort einhver sé að koma, hvort barnið sé að gráta eða sefur með heyrnartæki ef reykskynjari skyldi fara að pípa. Það er mýta og gersamlega rangar upplýsingar að heyrnartæki komi í stað hjálpartækja og jafnvel táknmáls líka. Stjórnvöld, í þessu tilfelli heilbrigiðsráðherra sem er yfirboðari HTÍ, sýnir málefnum heyrnarlausra/ heyrnarskertra, fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og þar með stofnun sinni HTI óréttlátt áhugaleysi, sinnuleysi og yfirgengislegan hroka með því að gera ekkert annað en að svara engu, breyta engu og helst ekki snerta neitt, leyfa því sem er ómögulegt og barn síns tíma að vera bara svona áfram. Undirrituð hefur meðal annars reynt að fá athygli á allt það óréttlæti sem er í hjálpartækja málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu siðan í júlí 2021. Eina hreyfingin sem málefnið fær í heilbrigðisráðuneytinu er að umfjöllunarefni og bréf lögfræðings undirritaðra gengur aðeins á milli starfsmanna og engin þorir, getur eða vill breyta óréttlætinu sem er að aðeins megi selja hjálpartæki fyrir þennan hóp með niðurgreiðslu í gegnum HTÍ. Sem er mjög óréttlátt og jafnvel brot á samkeppinslögum. Það ætti að gefa seljanda hjálpartækja leyfi til að selja sjálfur beint til notanda og gefa seljanda aðgang að niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands og fá greitt fyrir uppsetingu. Eins og eðlilegt er með önnur hjálpartæki. Það er líka eitt sem vert er að nefna og hafa meðal annars foreldra hagsmunasamtök heyrnarlausra/heyrnarskertra barna vakið athygli á því við heilbrigðisráðuneytið, það er samskiptastyrkur sem heyrnarlausir/heyrnarskertir og fólk sem samþætta sjón og heyrnarskerðingu á rétt að fá. Samskiptastyrkinum var komið á í kringum árið 2000 og 2004 og var þá 30.000,- Hægt er að fá styrkinn á 3 ára fresti. Þennan styrk eiga allir sem hafa heyrn við ákveðin desibíl rétt á við kaup á farsíma, tölvu, ipad sem hægt er að eiga skrifleg samskipti með. Enn í dag er sama styrktarupphæð 30.000,- Styrkurinn hefur ekkert hækkað miðað við núgildandi vísitölur og verðlag, sem er skammarlegt. Það verður að segjast eins og er að það er hrikalegt að sjá og upplifa áhugaleysi heilbrigðisráðuneytisins á málefnum þessa hóps, hóps sem undirrituð tilheyrir og sjá að það sé engin vilji til að taka athugasemdir notenda, stjórnenda og annara til greina og gera betur og það eins og fólk vill að verði, miðað við það sem hefur verið skrifað og rætt um þetta sorglega ástand ríkisstofnunnar HTÍ þá er rétt að segja að heilbrigðisráðuneytið hefur gersamlega brugðist starfsfólki HTÍ og skjólstæðingum þess. Það er ekki annað en hægt að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé réttlætanlegt? Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Notandi hjálpartækja fyrir heyrnarlausa. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar