Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 14:14 Rússneskir hermenn við þjálfun. AP/Rússneski herinn Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19