Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:36 Naumann hylur andlit sitt í réttarsal í Berlín rétt áður en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. AP/Sebastian Christoph Gollnow/dpa Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur.
Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira