„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 06:31 Oscar og Sonja. Úr einkasafni Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“