Hagkerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hagvexti næstu ár Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2024 08:32 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en ný hagspá bankans, sem nær til ársins 2027, verður kynnt sérstaklega á fundi í Silfurbergi sem hefst núna klukkan 8:30. Í tilkynningunni segir að slaki hafi færst yfir hagkerfið sem nái andanum, verðbólga hjaðni duglega, vextir lækki og hagkerfið fari aftur hægt og rólega af stað með um tveggja prósenta hagvexti árlega næstu árin. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðingi Landsbankans, að spáin sé almennt nokkuð björt þrátt fyrir horfur á lítils háttar samdrætti á þessu ári. „Hagkerfið er að fara í gegnum tímabæra og nauðsynlega kólnun sem getur engu að síður reynst mörgum sársaukafull. Raunvextir eru háir og gætu enn hækkað. Það þýðir að aðhaldið gæti aukist sem þrengir að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Lækkunarferlið er aftur á móti hafið og við viljum meina að sigur í baráttunni við verðbólgu sé í augsýn. Það gæti þó tekið tíma að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið og við sjáum það ekki endilega gerast á spátímanum, þó svo að verðbólgan muni lækka myndarlega,“ segir Una. Háð ýmiss konar óvissu Spáin er háð ýmiss konar óvissu. Má þar nefna ófrið víðs vegar í heiminum sem gæti haft áhrif á efnahag ýmissa viðskiptalanda Íslands og þar með á íslenskan efnahag. Þá gætu eldsumbrot á Reykjanesskaga ógnað innviðum á svæðinu. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 0,1% samdrætti í ár, en stöðugum hagvexti á bilinu 2,1-2,3% næstu þrjú árin eftir það. Verðbólga hjaðnar nokkuð á spátímanum. Hún mælist 5,8% í ár, gangi spáin eftir, en lækkar svo í 4% á næsta ári, 3,7% árið 2026 og loks 3,3% árið 2027. Við spáum hægfara vaxtalækkunum nær allt spátímabilið. Háir raunvextir, sérstaklega í upphafi spátímans, munu halda aftur af vexti einkaneyslu sem við spáum að aukist einungis um 0,6% í ár og svo um 1,5-2% á síðari árum spátímans. Í ár má reikna með því að hingað komi áþekkur fjöldi ferðamanna og í fyrra. Á næsta ári gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum, svipuðum fjölda og á metárinu 2018, og svo hægfara fjölgun eftir það. Útflutningsvöxtur næstu ára verður drifinn áfram af fjölbreyttum atvinnuvegum þar sem fiskeldi og lyfjaiðnaður eru meðal þeirra útflutningsgreina sem sækja í sig veðrið. Við gerum ráð fyrir að krónan styrkist smám saman út spátímann og að evran muni kosta 148 krónur í lok árs 2025, 147 í lok árs 2026 og 146 í lok árs 2027. Við spáum halla á viðskiptum við útlönd út spátímann, á bilinu 15 til 50 ma.kr. á ári. Síðasta vor náðust kjarasamningar á stórum hluta vinnumarkaðar þar sem kveðið er á um hóflegri launahækkanir en í síðustu samningum. Við gerum ráð fyrir 6,6% hækkun launa í ár, 6,1% á næsta ári, 5,5% árið 2026 og loks 5,7% árið 2027. Kaupmáttur launa mun því aukast öll árin. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega á þessu ári eftir því sem hægir á eftirspurn og dregur úr spennu á vinnumarkaði. Þó spáum við fremur litlum sveiflum í ljósi hreyfanleika vinnuaflsins. Við spáum því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 3,6% á þessu ári, 3,5% á því næsta, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027. Við spáum því að fjármunamyndun aukist stöðugt á spátímanum, alls um 1,9% í ár og um tæp 3% næstu árin þar á eftir. Ýmis fjárfestingaráform eru uppi víða um land og gerum við ráð fyrir að þau komi smám saman til framkvæmda, sér í lagi þegar fjármögnunarskilyrði batna með lækkandi vöxtum. Þó nokkur kraftur hefur verið á íbúðamarkaði undanfarið og gerum við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 9% í ár og svipað á næsta ári. Minni hækkanir verða svo 2026 og 2027, m.a. í takt við aukna íbúðafjárfestingu. Efnahagsmál Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en ný hagspá bankans, sem nær til ársins 2027, verður kynnt sérstaklega á fundi í Silfurbergi sem hefst núna klukkan 8:30. Í tilkynningunni segir að slaki hafi færst yfir hagkerfið sem nái andanum, verðbólga hjaðni duglega, vextir lækki og hagkerfið fari aftur hægt og rólega af stað með um tveggja prósenta hagvexti árlega næstu árin. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðingi Landsbankans, að spáin sé almennt nokkuð björt þrátt fyrir horfur á lítils háttar samdrætti á þessu ári. „Hagkerfið er að fara í gegnum tímabæra og nauðsynlega kólnun sem getur engu að síður reynst mörgum sársaukafull. Raunvextir eru háir og gætu enn hækkað. Það þýðir að aðhaldið gæti aukist sem þrengir að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Lækkunarferlið er aftur á móti hafið og við viljum meina að sigur í baráttunni við verðbólgu sé í augsýn. Það gæti þó tekið tíma að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið og við sjáum það ekki endilega gerast á spátímanum, þó svo að verðbólgan muni lækka myndarlega,“ segir Una. Háð ýmiss konar óvissu Spáin er háð ýmiss konar óvissu. Má þar nefna ófrið víðs vegar í heiminum sem gæti haft áhrif á efnahag ýmissa viðskiptalanda Íslands og þar með á íslenskan efnahag. Þá gætu eldsumbrot á Reykjanesskaga ógnað innviðum á svæðinu. Helstu niðurstöður: Spáin gerir ráð fyrir 0,1% samdrætti í ár, en stöðugum hagvexti á bilinu 2,1-2,3% næstu þrjú árin eftir það. Verðbólga hjaðnar nokkuð á spátímanum. Hún mælist 5,8% í ár, gangi spáin eftir, en lækkar svo í 4% á næsta ári, 3,7% árið 2026 og loks 3,3% árið 2027. Við spáum hægfara vaxtalækkunum nær allt spátímabilið. Háir raunvextir, sérstaklega í upphafi spátímans, munu halda aftur af vexti einkaneyslu sem við spáum að aukist einungis um 0,6% í ár og svo um 1,5-2% á síðari árum spátímans. Í ár má reikna með því að hingað komi áþekkur fjöldi ferðamanna og í fyrra. Á næsta ári gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum, svipuðum fjölda og á metárinu 2018, og svo hægfara fjölgun eftir það. Útflutningsvöxtur næstu ára verður drifinn áfram af fjölbreyttum atvinnuvegum þar sem fiskeldi og lyfjaiðnaður eru meðal þeirra útflutningsgreina sem sækja í sig veðrið. Við gerum ráð fyrir að krónan styrkist smám saman út spátímann og að evran muni kosta 148 krónur í lok árs 2025, 147 í lok árs 2026 og 146 í lok árs 2027. Við spáum halla á viðskiptum við útlönd út spátímann, á bilinu 15 til 50 ma.kr. á ári. Síðasta vor náðust kjarasamningar á stórum hluta vinnumarkaðar þar sem kveðið er á um hóflegri launahækkanir en í síðustu samningum. Við gerum ráð fyrir 6,6% hækkun launa í ár, 6,1% á næsta ári, 5,5% árið 2026 og loks 5,7% árið 2027. Kaupmáttur launa mun því aukast öll árin. Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega á þessu ári eftir því sem hægir á eftirspurn og dregur úr spennu á vinnumarkaði. Þó spáum við fremur litlum sveiflum í ljósi hreyfanleika vinnuaflsins. Við spáum því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 3,6% á þessu ári, 3,5% á því næsta, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027. Við spáum því að fjármunamyndun aukist stöðugt á spátímanum, alls um 1,9% í ár og um tæp 3% næstu árin þar á eftir. Ýmis fjárfestingaráform eru uppi víða um land og gerum við ráð fyrir að þau komi smám saman til framkvæmda, sér í lagi þegar fjármögnunarskilyrði batna með lækkandi vöxtum. Þó nokkur kraftur hefur verið á íbúðamarkaði undanfarið og gerum við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 9% í ár og svipað á næsta ári. Minni hækkanir verða svo 2026 og 2027, m.a. í takt við aukna íbúðafjárfestingu.
Efnahagsmál Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira