Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 12:02 Pavel Ermolinskij hrósar meðal annars Linards Jaunzems sem er 28 ára gamall Letti og spilar stöðu framherja. Vísir/Hulda Margrét/KR Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum