Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar 13. október 2024 08:02 Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun