Ríkisstjórn sem situr áfram fyrir sig, ekki þig Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. október 2024 13:32 Til núverandi stjórnarsamstarfs var stofnað á grundvelli pólitískrar inneignar Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi formanns Vinstri grænna. Um það efast sennilega enginn sem leyfir sér að horfa á stöðu mála af sanngirni og raunsæi. Allar kannanir sem gerðar voru fyrir og eftir kosningarnar 2017 sýndu að um og yfir helmingur svarenda vildu hana sem forsætisráðherra og hún var óumdeilanlega vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar á þessum árum. Í aðdraganda kosninganna 2021 var staðan sú sama, Katrín naut langmest stuðnings til að leiða ríkisstjórnina jafnvel þótt fylgi flokks hennar hefði dalað umtalsvert. Í könnun íslensku kosningarannsóknarinnar kom meira að segja fram að fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins vildu Katrínu í stól forsætisráðherra en Bjarna Benediktsson, formann flokksins sem þeir studdu. Þegar þær kosningar fóru fram var staðan hér á landi þannig að vextir voru nálægt því lægsta sem þeir höfðu nokkru sinni verið og verðbólga skapleg. Loforðaflaumur úr ranni ráðamanna snerist meðal annars um að það ástand væri komið til að vera, þótt þeir hefðu vitaskuld átt að vita betur. Staðan þá litaðist af því að kveikt hafði verið á öllum vélum á faraldurstímum til að örva hagkerfið og viðhalda venjuleikanum, með tilheyrandi halla á ríkisrekstrinum. Augljóst var að það kæmi verðbólgu-bakreikningur vegna þeirra aðgerða og að hann myndi leiða af sér vaxtahækkanir. Ábyrg efnahagsstjórn á þeim tíma hefði verið að gera allt til að halda aftur af þeirri þróun. Hana fengum við ekki. Í staðinn sátum við uppi með verðbólgu sem fór mest í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn frá hrunárunum, hélst yfir níu prósent í um ár og stýrivexti sem hafa nú verið yfir níu prósent í um 14 mánuði. Pólitísk inneign sem kláraðist Yfirlýst markmið sitjandi ríkisstjórnar, þegar hún tók við haustið 2017, var að ná stöðugleika til lengri tíma eftir mikinn pólitískan óróa sem birtist meðal annars í því að ríkisstjórn hafði ekki setið með meirihluta á þingi út heilt kjörtímabil í áratug. Í stjórnarsáttmála hennar sagði enn fremur að ríkisstjórnin myndi beita „sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu“. Til að undirstrika upphafssetningu þessarar greinar þá holdgerfast þessi markmið í Katrínu. Hún náði þeim árangri um fimm ára skeið, sem var einstakur á meðal forsætisráðherra eftir bankahrun, að fleiri landsmenn treystu henni en vantreystu. Á því varð breyting í desember 2023 þegar mælingar fóru að sýna að fleiri vantreystu Katrínu en treystu. Þá sýna mælingar frá því snemma á þessu ári að traust til Alþingis er nú minna en það mældist eftir að ríkisstjórn Katrínar tók fyrst við völdum fyrir tæpum sjö árum síðan. Það hafði því ekki tekist að efla traustið á stjórnmálum né stjórnsýslu. Fyrir því eru margháttaðar aðstæður en þær sem blasa helst við á þessu kjörtímabili snúa annars vegar að sölunni á hlut Íslandsbanka vorið 2022 og hins vegar að því að ráðherrar hafa ítrekað orðið uppvísir af því að brjóta gegn lögum eða góðum stjórnarháttum án þess að það hafi haft aðrar afleiðingar en þær að þeir hafi fært sig til um stóla við ríkisstjórnarborðið. Vantrú á getu ríkisstjórnarinnar til að takast á við krefjandi efnahagsaðstæður og kerfisbundin veiking velferðarkerfa undir hennar stjórn hafa svo ýtt undir þá óánægju. Pólitísk inneign Katrínar Jakobsdóttur, límið í ríkisstjórnarsamstarfinu, kláraðist. Staðan var orðin þannig í apríl síðastliðnum að sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, mældist rétt yfir 31 prósent og einungis þriðjungur þjóðarinnar studdi stjórnina. Það var minni stuðningur en þær þrjár stjórnir sem setið höfðu frá 2009 mældust með rétt áður en þær kolféllu í kosningum. Við þær aðstæður yfirgaf Katrín Jakobsdóttir ríkisstjórnina til að fara í forsetaframboð, sem hún reyndar tapaði. Flestir greinendur eru sammála að sá ósigur hafi fyrst og síðast verið afleiðing af óánægju með ríkisstjórnina sem Katrín bjó til og leiddi árum saman, frekar en áfellisdómur yfir þeim áherslum sem hún vildi vera með í forgrunni sem forseti. Sá óvinsælasti verður sá valdamesti Þrátt fyrir að límið í ríkisstjórninni væri horfið var ákveðið að halda áfram. Eftir linsoðnar viðræður var boðað til blaðamannafundar í afkima Hörpu þar sem tilkynnt var um nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar, manns sem næstum þrír af hverjum fjórum landsmönnum bera lítið traust til. Hún ætlaði að einbeita sér að útlendingamálum, orkumálum og efnahagsmálum út kjörtímabilið. Mennirnir þrír sem tóku þátt í þeirri kynningu töluðu reyndar um þessi mál líkt og þeir væru ekki þátttakendur í sama samtali. Hver túlkaði vegferðina með sínu hentugleikanefi. Með þessari ákvörðun varð óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar forsætisráðherra í annað sinn. Í fyrra skiptið entist hann í 323 daga. Áfram skyldi haldið með ríkisstjórn sem hafði þó þegar mistekist að leysa öll stóru ágreiningsmál sín á milli, og um leið stóru úrlausnarefni samfélagsins. Leiðin til þess var að ýta þeim einfaldlega til hliðar. Henni hefur ekki tekist að finna leið út úr heimatilbúnum húsnæðisvanda, mistekist að mæta hratt versnandi stöðu heimila, ekki getað tekist á við þær gríðarlegu samfélagsbreytingar sem fylgja stórfelldri aukningu innflytjenda í leit að vinnu eða vernd og ekki getað leyst sífellt versnandi samgönguvandamál. Þá eru áratugalangar deilur um hæfileg auðlindagjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda – eitt stærsta svöðusárið í íslensku samfélagi – enn langt frá því að verða leiddar í jörð og augljósar gloppur í skattkerfinu sem nýtast fyrst og síðast fjármagnseigendum eru enn galopnar. Ekki hefur tekist að tryggja að það sé nægjanlegt framboð af raforku til heimila og lítilla fyrirtækja í landi sem er með mesta framleiðslu á grænni orku á hvern íbúa í heimi. Hnignandi staða helstu velferðarkerfa sem eiga að vera undirstaða lífsgæða í landinu, og forsenda vaxtar, hefur svo sennilega ekki farið fram hjá neinum sem þarf að treysta á þau. Fyrir sig, ekki þig Þetta hefur skilað því að við sitjum uppi með ríkisstjórn sem í besta falli 20 til 25 prósent þjóðarinnar gæti hugsað sér að kjósa. Ríkisstjórn sem nýtur minni stuðnings en nokkur önnur ríkisstjórn í sögunni hefur notið. Ríkisstjórn sem nú liggur fyrir – eftir landsfund Vinstri grænna fyrr í mánuðinum – að mun ekki einu sinni geta leitt til lykta þessi þrjú mál sem tekin voru út fyrir sviga og gerð að mænunni í áframhaldandi lífi hennar í vor vegna þess að Vinstri græn eru á móti þeim áherslum sem ráðherrar efnahagsmála, orkumála og útlendingamála vilja ná fram. Því er réttmætt að spyrja: fyrir hvern er haldið áfram? Og réttmætt að svara: fyrir fólkið við ríkisstjórnarborðið, flokkanna þeirra, þingmennina sem horfa fram á að detta af þingi og þurfa að finna sér aðra vinnu og aðstoðarmannaherinn sem er í sömu stöðu. Hún situr svo að ríkisstjórnarflokkarnir, sem voru þrír stærstu flokkar landsins eftir síðustu kosningar en mælast nú saman með minna fylgi en Samfylkingin, geti fengið samtals 324 milljónir króna ríkisstyrk inn á bankareikninga sína í janúarlok sem nýtast þeim vel í kosningunum sem óumflýjanlega eru framundan. Hún situr svo óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar þurfi ekki að bæta eigið met yfir skammlífustu ríkisstjórn sömu sögu og svo hann þurfi ekki að verða fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi til að hafa frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. Ríkisstjórnin situr áfram vegna þess að hún vonast eftir góðu veðri þegar verðbólgan lækkar enn frekar og vonast um leið eftir því að almenningur muni bara gleyma að hann hafi þurft að vera með hæstu vexti í Evrópu árum saman, ef frá eru talin Tyrkland og lönd í stríði, til að ná þeim árangri. Hún situr og vonast eftir því að tíminn leiði af sér að fólk gleymi öllu fúskinu og allri sérhyglinni sem hefur verið skilgreinandi fyrir störf sitjandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin situr hins vegar ekki áfram fyrir fólkið í landinu. Það er löngu búið að gefast upp á henni. Það vill fá að kjósa fólk og flokka sem eru ekki að velta vandanum á undan sér heldur eru tilbúin að leysa hann, með almannahag að leiðarljósi. Fólk og flokka sem leggja ekki alla áherslu á að viðhalda kerfum sem eru löngu úr sér gengin en gagnast sumum, og láta alla hina glíma við afleiðingar þess. Það er kominn tími til að kjósa. Um það eru næstum allir sammála nema tólf manns í ríkisstjórn og fylgitunglin þeirra. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri, er skráður í Samfylkinguna og stefnir að því að verða stjórnmálamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Til núverandi stjórnarsamstarfs var stofnað á grundvelli pólitískrar inneignar Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi formanns Vinstri grænna. Um það efast sennilega enginn sem leyfir sér að horfa á stöðu mála af sanngirni og raunsæi. Allar kannanir sem gerðar voru fyrir og eftir kosningarnar 2017 sýndu að um og yfir helmingur svarenda vildu hana sem forsætisráðherra og hún var óumdeilanlega vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar á þessum árum. Í aðdraganda kosninganna 2021 var staðan sú sama, Katrín naut langmest stuðnings til að leiða ríkisstjórnina jafnvel þótt fylgi flokks hennar hefði dalað umtalsvert. Í könnun íslensku kosningarannsóknarinnar kom meira að segja fram að fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins vildu Katrínu í stól forsætisráðherra en Bjarna Benediktsson, formann flokksins sem þeir studdu. Þegar þær kosningar fóru fram var staðan hér á landi þannig að vextir voru nálægt því lægsta sem þeir höfðu nokkru sinni verið og verðbólga skapleg. Loforðaflaumur úr ranni ráðamanna snerist meðal annars um að það ástand væri komið til að vera, þótt þeir hefðu vitaskuld átt að vita betur. Staðan þá litaðist af því að kveikt hafði verið á öllum vélum á faraldurstímum til að örva hagkerfið og viðhalda venjuleikanum, með tilheyrandi halla á ríkisrekstrinum. Augljóst var að það kæmi verðbólgu-bakreikningur vegna þeirra aðgerða og að hann myndi leiða af sér vaxtahækkanir. Ábyrg efnahagsstjórn á þeim tíma hefði verið að gera allt til að halda aftur af þeirri þróun. Hana fengum við ekki. Í staðinn sátum við uppi með verðbólgu sem fór mest í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn frá hrunárunum, hélst yfir níu prósent í um ár og stýrivexti sem hafa nú verið yfir níu prósent í um 14 mánuði. Pólitísk inneign sem kláraðist Yfirlýst markmið sitjandi ríkisstjórnar, þegar hún tók við haustið 2017, var að ná stöðugleika til lengri tíma eftir mikinn pólitískan óróa sem birtist meðal annars í því að ríkisstjórn hafði ekki setið með meirihluta á þingi út heilt kjörtímabil í áratug. Í stjórnarsáttmála hennar sagði enn fremur að ríkisstjórnin myndi beita „sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu“. Til að undirstrika upphafssetningu þessarar greinar þá holdgerfast þessi markmið í Katrínu. Hún náði þeim árangri um fimm ára skeið, sem var einstakur á meðal forsætisráðherra eftir bankahrun, að fleiri landsmenn treystu henni en vantreystu. Á því varð breyting í desember 2023 þegar mælingar fóru að sýna að fleiri vantreystu Katrínu en treystu. Þá sýna mælingar frá því snemma á þessu ári að traust til Alþingis er nú minna en það mældist eftir að ríkisstjórn Katrínar tók fyrst við völdum fyrir tæpum sjö árum síðan. Það hafði því ekki tekist að efla traustið á stjórnmálum né stjórnsýslu. Fyrir því eru margháttaðar aðstæður en þær sem blasa helst við á þessu kjörtímabili snúa annars vegar að sölunni á hlut Íslandsbanka vorið 2022 og hins vegar að því að ráðherrar hafa ítrekað orðið uppvísir af því að brjóta gegn lögum eða góðum stjórnarháttum án þess að það hafi haft aðrar afleiðingar en þær að þeir hafi fært sig til um stóla við ríkisstjórnarborðið. Vantrú á getu ríkisstjórnarinnar til að takast á við krefjandi efnahagsaðstæður og kerfisbundin veiking velferðarkerfa undir hennar stjórn hafa svo ýtt undir þá óánægju. Pólitísk inneign Katrínar Jakobsdóttur, límið í ríkisstjórnarsamstarfinu, kláraðist. Staðan var orðin þannig í apríl síðastliðnum að sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, mældist rétt yfir 31 prósent og einungis þriðjungur þjóðarinnar studdi stjórnina. Það var minni stuðningur en þær þrjár stjórnir sem setið höfðu frá 2009 mældust með rétt áður en þær kolféllu í kosningum. Við þær aðstæður yfirgaf Katrín Jakobsdóttir ríkisstjórnina til að fara í forsetaframboð, sem hún reyndar tapaði. Flestir greinendur eru sammála að sá ósigur hafi fyrst og síðast verið afleiðing af óánægju með ríkisstjórnina sem Katrín bjó til og leiddi árum saman, frekar en áfellisdómur yfir þeim áherslum sem hún vildi vera með í forgrunni sem forseti. Sá óvinsælasti verður sá valdamesti Þrátt fyrir að límið í ríkisstjórninni væri horfið var ákveðið að halda áfram. Eftir linsoðnar viðræður var boðað til blaðamannafundar í afkima Hörpu þar sem tilkynnt var um nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar, manns sem næstum þrír af hverjum fjórum landsmönnum bera lítið traust til. Hún ætlaði að einbeita sér að útlendingamálum, orkumálum og efnahagsmálum út kjörtímabilið. Mennirnir þrír sem tóku þátt í þeirri kynningu töluðu reyndar um þessi mál líkt og þeir væru ekki þátttakendur í sama samtali. Hver túlkaði vegferðina með sínu hentugleikanefi. Með þessari ákvörðun varð óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar forsætisráðherra í annað sinn. Í fyrra skiptið entist hann í 323 daga. Áfram skyldi haldið með ríkisstjórn sem hafði þó þegar mistekist að leysa öll stóru ágreiningsmál sín á milli, og um leið stóru úrlausnarefni samfélagsins. Leiðin til þess var að ýta þeim einfaldlega til hliðar. Henni hefur ekki tekist að finna leið út úr heimatilbúnum húsnæðisvanda, mistekist að mæta hratt versnandi stöðu heimila, ekki getað tekist á við þær gríðarlegu samfélagsbreytingar sem fylgja stórfelldri aukningu innflytjenda í leit að vinnu eða vernd og ekki getað leyst sífellt versnandi samgönguvandamál. Þá eru áratugalangar deilur um hæfileg auðlindagjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda – eitt stærsta svöðusárið í íslensku samfélagi – enn langt frá því að verða leiddar í jörð og augljósar gloppur í skattkerfinu sem nýtast fyrst og síðast fjármagnseigendum eru enn galopnar. Ekki hefur tekist að tryggja að það sé nægjanlegt framboð af raforku til heimila og lítilla fyrirtækja í landi sem er með mesta framleiðslu á grænni orku á hvern íbúa í heimi. Hnignandi staða helstu velferðarkerfa sem eiga að vera undirstaða lífsgæða í landinu, og forsenda vaxtar, hefur svo sennilega ekki farið fram hjá neinum sem þarf að treysta á þau. Fyrir sig, ekki þig Þetta hefur skilað því að við sitjum uppi með ríkisstjórn sem í besta falli 20 til 25 prósent þjóðarinnar gæti hugsað sér að kjósa. Ríkisstjórn sem nýtur minni stuðnings en nokkur önnur ríkisstjórn í sögunni hefur notið. Ríkisstjórn sem nú liggur fyrir – eftir landsfund Vinstri grænna fyrr í mánuðinum – að mun ekki einu sinni geta leitt til lykta þessi þrjú mál sem tekin voru út fyrir sviga og gerð að mænunni í áframhaldandi lífi hennar í vor vegna þess að Vinstri græn eru á móti þeim áherslum sem ráðherrar efnahagsmála, orkumála og útlendingamála vilja ná fram. Því er réttmætt að spyrja: fyrir hvern er haldið áfram? Og réttmætt að svara: fyrir fólkið við ríkisstjórnarborðið, flokkanna þeirra, þingmennina sem horfa fram á að detta af þingi og þurfa að finna sér aðra vinnu og aðstoðarmannaherinn sem er í sömu stöðu. Hún situr svo að ríkisstjórnarflokkarnir, sem voru þrír stærstu flokkar landsins eftir síðustu kosningar en mælast nú saman með minna fylgi en Samfylkingin, geti fengið samtals 324 milljónir króna ríkisstyrk inn á bankareikninga sína í janúarlok sem nýtast þeim vel í kosningunum sem óumflýjanlega eru framundan. Hún situr svo óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar þurfi ekki að bæta eigið met yfir skammlífustu ríkisstjórn sömu sögu og svo hann þurfi ekki að verða fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi til að hafa frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. Ríkisstjórnin situr áfram vegna þess að hún vonast eftir góðu veðri þegar verðbólgan lækkar enn frekar og vonast um leið eftir því að almenningur muni bara gleyma að hann hafi þurft að vera með hæstu vexti í Evrópu árum saman, ef frá eru talin Tyrkland og lönd í stríði, til að ná þeim árangri. Hún situr og vonast eftir því að tíminn leiði af sér að fólk gleymi öllu fúskinu og allri sérhyglinni sem hefur verið skilgreinandi fyrir störf sitjandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin situr hins vegar ekki áfram fyrir fólkið í landinu. Það er löngu búið að gefast upp á henni. Það vill fá að kjósa fólk og flokka sem eru ekki að velta vandanum á undan sér heldur eru tilbúin að leysa hann, með almannahag að leiðarljósi. Fólk og flokka sem leggja ekki alla áherslu á að viðhalda kerfum sem eru löngu úr sér gengin en gagnast sumum, og láta alla hina glíma við afleiðingar þess. Það er kominn tími til að kjósa. Um það eru næstum allir sammála nema tólf manns í ríkisstjórn og fylgitunglin þeirra. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri, er skráður í Samfylkinguna og stefnir að því að verða stjórnmálamaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun