Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 10:35 Frá grunnbúðum Everest í Nepal. Vísir/EPA Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs. Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs.
Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira