Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira